Alls eru níu af þrettán mælikvörðum án skilgreindrar aðferðafræði:

12.2.1 Efnisspor, efnisspor á mann og efnisspor miðað við verga landsframleiðslu.

12.3.1 Hnattrænn stuðull fyrir matvælatap.

12.4.2 Myndun hættulegs úrgangs á mann og hlutfall hættulegs úrgangs sem fær meðhöndlun, eftir tegund meðhöndlunar.

12.6.1 Fjöldi fyrirtækja sem birta skýrslur um sjálfbærni.

12.7.1 Fjöldi landa sem koma til framkvæmda stefnum og aðgerðaáætlunum um sjálfbær opinber innkaup.

12.8.1 Að hvaða marki i. menntun í heimsborgararétti og ii. menntun í sjálfbærri þróun (þ.m.t. menntun í loftslagsbreytingum), hefur verið samþætt a) innlendum menntunaráætlunum, b) námskrám, c) kennaramenntun og d) mati á nemendum.

12.a.1 Umfang stuðnings við þróunarlönd til rannsókna og þróunarstarfsemi vegna sjálfbærrar neyslu og framleiðslu og umhverfisvænnar tækni.

12.b.1 Fjöldi sjálfbærra ferðaþjónustustefna eða -áætlana og aðgerðaáætlana sem komið hefur verið til framkvæmda með samþykktum eftirlits- og matsaðferðum.

12.c.1 Fjárhæð niðurgreiðslna á jarðefnaeldsneyti á hverja einingu vergrar þjóðarframleiðslu (framleiðsla og notkun) og sem hlutfall heildarútgjalda landsins vegna jarðefnaeldsneytis.

Af þeim mælikvörðum sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði eru tveir sem gögnum er ekki safnað um á reglubundinn hátt að svo stöddu:

12.1.1 Fjöldi landa sem hafa innlendar áætlanir um sjálfbæra neyslu og framleiðslu eða hafa slíkar áætlanir sem forgangsverkefni eða markmið í innlendri stefnumótun.

12.2.2 Innlend efnisnotkun, innlend efnisnotkun á mann og innlend efnisnotkun miðað við verga landsframleiðslu.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira