Ekki liggur fyrir skilgreind aðferðafræði varðandi þrjá mælikvarða: 

4.1.1 Hlutfall barna og ungmenna a) í 2. og 3. bekk, b) við lok grunnskóla, c) við lok framhaldsskóla sem náð hefur a.m.k. lágmarksfærni í i. lestri og ii. stærðfræði, eftir kyni.

4.2.1 Hlutfall barna undir 5 ára aldri sem eru með eðlilegan þroska hvað varðar heilbrigði, nám og sálfélagslega vellíðan, eftir kyni.

4.7.1 Að hvaða marki i. menntun í heimsborgararétti og ii. menntun í sjálfbærri þróun, þ.m.t. í kynjajafnrétti og mannréttindum, hefur verið felld inn á öllum stigum í a) innlendar menntunaráætlanir, b) námskrár, c) kennaramenntun og d) mat á nemendum.

Verið er að kanna fýsileika þess að greina fjóra mælikvarða á grundvelli fyrirliggjandi gagna:

4.2.2 Þátttökuhlutfall í skipulögðu námi (ári áður en opinberum aldri til grunnskólanáms er náð), eftir kyni.

4.3.1 Þátttökuhlutfall ungmenna og fullorðinna í formlegu og óformlegu námi og þjálfun á síðastliðnum 12 mánuðum, eftir kyni.

4.5.1 Jöfnuðarvísar (konur/karlar, dreifbýli/þéttbýli, fátækasti/ríkasti fimmtungur og aðrir hópar, s.s. öryrkjar, frumbyggjar og þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á átökum, eftir því sem gögn verða tiltæk), fyrir alla menntavísa í þessari skrá sem unnt er að aðgreina.

4.6.1 Hlutfall íbúa í tilteknum aldurshópi sem náð hafa a.m.k. ákveðinni verkfærni í a) læsi og b) tölulæsi, eftir kyni.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira