Græn skuldabréf OR

Orkuveita Reykjavíkur
14. ágúst 2019

OR hefur boðið til sölu græn skuldabréf sem skráð hafa verið á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Græn skuldabréf eru skuldabréf sem gefin eru út til að fjármagna verkefni sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna þannig gegn hlýnun jarðar og þeirri vá sem henni fylgir. Einn helsti hvatinn að útgáfu þeirra er vinna fjölda opinberra- og einkaaðila gegn loftslagsbreytingum og vitundarvakning meðal fjárfesta hefur hert á þessari þróun Bréfin eru gefin út til að fjármagna fjölda grænna verkefna hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum, Veitum og Orku náttúrunnar. Þeirra á meðal eru metnaðarfull kolefnisbindingaverkefni, snjallvæðing veitukerfa, efling fráveitna, orkuvinnsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum og verkefni tengd vatnsvernd.

Markmið verkefnis

Tilgangur útgáfunnar er að fjármagna þau fjölmörgu grænu verkefni sem eru á döfinni hjá OR og dótturfyrirtækjunum – Veitum og Orku náttúrunnar. Má þar nefna; orkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem raforkuvinnslu og stækkun hitaveitna, vatnsvernd og eflingu fráveitna, snjallvæðingu veitukerfa og metnaðarfull kolefnisbindingarverkefni.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Í júlí 2019, voru græn skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur skráð á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf.

Mældur árangur

Fylgst verður með framgangi þeirra verkefna sem fjármögnuð eru með grænum skuldabréfum og upplýsingar um þau birt á vef og í ársskýrslu OR.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Þann 16. mars 2020 var gefin út Árangursskýrsla grænna skuldabréfa OR. Hún er einungis gefin út á ensku og er að finna á þessari slóð.

13. mars 2023

Árið 2020 var útgáfuramma OR breytt. Hann er nú Grænn fjármögnunarrammi og nær því ekki eingöngu til skuldabréfaútgáfu heldur einnig til lánsfjármögnunar til grænna verkefna.

Árlegar skýrslur hafa verið gefnar út frá upphafi og er þær að finna á vef Orkuveitu Reykjavíkur á þessari síðu.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira