Sambankalán tengt sjálfbærni

Fyrirtækja logo Landsvirkjun
Landsvirkjun
30. desember 2019

Áhersla á sjálfbærni í nýju sambankaláni

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Landsvirkjun skrifaði í júlí 2019 undir nýtt sambankalán án ríkisábyrgðar að fjárhæð 150 milljónir Bandaríkjadala. Lánið er fjölmynta veltilán sem notað verður til almennrar fjárstýringar og veitir Landsvirkjun aðgengi að fjármunum sem fyrirtækið getur dregið á og endurgreitt eftir þörfum. Lánveitendur eru viðskiptabankar Landsvirkjunar. Vaxtakjör nýja lánsins eru tengd árangri Landsvirkjunar við að uppfylla ákveðin viðmið tengd sjálfbærni. Viðmiðin endurspegla áherslur Landsvirkjunar á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og samfélagsábyrgð og eru tengd umhverfi, jafnrétti og heilsu og öryggi.

Markmið verkefnis

Verkefnið tengist þátttöku fyrirtækisins í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Lánið endurspeglar áherslur Landsvirkjunar á fjármögnun sem er tengd sjálfbærni auk þess að tryggja Landsvirkjun aðgengi að fjármunum.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Lánið er til þriggja ára með heimild til framlengingar tvisvar, um eitt ár í senn. Viðmiðin eru skilgreind fyrir hvert ár og metin árlega.

Mældur árangur

Árangur Landsvirkjunar í að uppfylla viðmiðin er metinn árlega og staðfestur af þriðja aðila.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Landsvirkjun náði markmiðum sem skilgreind voru fyrir lok árs 2019 og skilyrði um lækkun vaxtakjara voru þar með uppfyllt. Árangurinn er metinn árlega og verður næst metinn snemma árs 2021 fyrir árið 2020.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira