Endurheimt votlendis í Úlfarsárdal Reykjavík

Fyrirtækja logo Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg
17. júlí 2019

Afmarkað hefur verið um 87 hektara svæði í Úlfarsárdal sem verkefnið nær yfir. Í fyrsta áfanga verður 12 hektara svæði næst sveitarfélagamörkum við Mosfellsbæ tekið fyrir

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 – 2030 er stefnt að endurheimt votlendis í Úlfarsárdal en slík endurheimt er mikilvæg aðgerð gegn loftslagsbreytingum og til að auka líffræðilega fjölbreytni. Undirbúningur að verkefninu í Úlfarsárdal hefur verið unnin í samstarfi við Landgræðslu ríkisins sem leggur mat á áhrif framkvæmda með tilliti til bindingar kolefnis. Aðgerðir felast í að fjarlægja rusl og girðingar af svæðinu, mokað verður ofan í þverskurði og mótaðar tjarnir. Þess er vænst að með aðgerðunum aukist líffræðilegur fjölbreytileiki bæði hvað varðar gróður og dýralíf. Svæðið verður vaktað af umhverfis- og skipulagssviði en vöktun er mikilvægur hluti af endurheimt og viðhaldi votlendissvæða. Áætlað er að endurheimt votlendis á um 3/4 hlutum svæðisins eða um 65 ha gæti komið í veg fyrir losun 400 tonna af kolefni á ári .

Markmið verkefnis

Koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda og auka líffræðilega fjölbreytni.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Áætlaður framkvæmdatími við fyrsta áfanga er frá mars til maí 2019.

Mældur árangur

Landgræðsla ríkisins mun leggja mat á áhrif framkvæmda með tilliti til bindingar kolefnis.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Unnið var við 2. áfanga verkefnisins sem er vestast á áætluðu aðgerðasvæði.  Unnið var við undirbúning frá september 2020 og framkvæmdir hófust í nóvember. Mokað er ofan í skurði og mótaðar tjarnir á um 18 ha svæði. Áætlað er að frágangi verði lokið fyrir 15. apríl 2021. 

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira