Landsvirkjun kolefnishlutlaus 2030

Fyrirtækja logo Landsvirkjun
Landsvirkjun
1. júlí 2019

Landsvirkjun dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar og stefnir að kolefnishlutleysi árið 2030.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2030. Kolefnisspor Landsvirkjunar nær yfir losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuvinnslu fyrirtækisins, eldsneytisnotkun og óbeina losun sem verður til vegna vöru og þjónustu sem Landsvirkjun kaupir. Á síðustu 10 árum hefur bein losun vegna rafmagnsvinnslu fyrirtækisins dregist saman um 26%. Til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi 2030 hefur Landsvirkjun kortlagt þau úrræði sem fyrirtækið hefur til að draga úr losun m.a. með því að meta losun sem á sér stað yfir allan lífsferil nýrra virkjana. Innra kolefnisverð er svo nýtt til að forgangsraða og styðja við loftslagsvænar lausnir í fjárfestingum og ákvörðunum. Samhliða því að draga úr losun, vinnur Landsvirkjun að bindingu kolefnis með landgræðslu og skógrækt.

Markmið verkefnis

Markmið verkefnisins er að Landsvirkjun verði kolefnishlutlaus 2030. Til að það náist eru undirmarkmið um samdrátt í losun endurskoðuð reglulega. Með því að fjárfesta í binding kolefnis með skógrækt og landgræðslu er möguleiki að Landsvirkjun geri gott betur og verði kolefnishlutlaus árið 2030, þ.e. bindi meira kolefni en losað er.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Landsvirkjun áætlar að starfsemi fyrirtækisins verði kolefnishlutlaus árið 2030. ;

Mældur árangur

Kolefnisspor Landsvirkjunar er reiknað árlega og árangur birtur í ársskýrslu fyrirtækisins

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira