Útgáfa grænna skuldabréfa

Reykjavíkurborg
1. júlí 2019

Reykjavíkurborg hefur sett sér Grænan ramma vegna útgáfu grænna skuldabréfa sem fjármagna framkvæmdir sem m.a. styðja við heimsmarkmiðin.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Reykjavíkurborg hefur sett sér Grænan ramma vegna útgáfu grænna skuldabréfa sem borgin gefur út fyrst íslenskra útgefenda á íslenskum markaði. Með Græna rammanum eru skilgreind nokkur mikilvæg atriði varðandi græna skuldabréfaútgáfu borgarinnar: •Hvaða fjárfestingar geta fallið undir fjármögnun Reykjavíkurborgar með grænum skuldabréfum •Hvernig staðið er stjórnsýslulega að því að tryggja að einungis þau verkefni sem uppfylla kröfur Græna rammans verði fjármögnuð með grænum skuldabréfum •Hvernig staðið er að því að tryggja að fjármunirnir séu eyrnamerktir völdum grænum verkefnum og haldið aðskildum frá öðrum fjármunum •Hvernig staðið verði að skýrslugjöf um framkvæmdina, staðfestingu ytri endurskoðenda og faglegri staðfestingu á gæðum Græna rammans Meðal verkefna sem geta fallið undir Græna rammann er t.d umhverfisvottaðar byggingar, lagning hjólreiða- og göngustíga, LED væðing götulýsingar, hleðslustöðvar fyrir rafbíla og fleira sem sparar orku og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda

Markmið verkefnis

Fjármagna verkefni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, sparar orku, dregur úr myndun úrgangs, styður við sjálfbæra landnotkun og líffræðilega fjölbreytni. Einnig að tryggja nægilegt framboð af lánsfé á hagkvæmum kjörum.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Græn skuldabréf voru gefin út árið 2018 og búið er að stilla upp verkefnum sem hægt er að fjármagna með grænum skuldabréfum á árinu 2019. Gera má ráð fyrir að útgáfa grænna skuldabréfa muni halda áfram um ókomna tíð á meðan fjármagna þarf verkefni sem styðja við sjálfbæra þróun borgarinnar.

Mældur árangur

Árleg skýrsla þar sem gerð er grein fyrir umhverfisáhrifum m.a. hve mikið var dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Framvinda verkefnis

27. apríl 2023

Uppfærsla á grænum fjármögnunarramma Reykjavíkurborgar var kynntur fjárfestum þann 27. apríl 2023 en ramminn var staðfestur af CICERO. Nýr rammi nær yfir öll eldri verkefni og ný bætast við sem dæmi verkefni á sviði upplýsingatækni og verkefni sem miða að bindingu koltvísýrings. Eins koma fleiri vottanir til greina, Nordic Svan og LEED  bætast við til viðbótar við BREEAM. Undir gamla rammanum voru verkefni að fjárhæð 19,3 ma. fjármagnaðir. Gert er ráð fyrir að nýr rammi gildi í 3 ár eða til 2026. Nánari upplýsingar um græn skuldabréf Reykjavíkurborgar er að finna hér.

1. febrúar 2021

Á árinu 2019 var græni skuldabréfaflokkurinn RVKG 48 stækkaður um 2.820 mkr þeir fjármunir voru notaðir til að fjármagna skilgreindar fjárfestingar sem falla undir græna umgjörð Reykjavíkurborgar. Í árslok 2020 var stofnaður nýr grænn skuldabréfaflokkur (óverðtryggður) og seld skuldabréf í honum fyrir 3.820 mkr og haldið áfram að fjármagna skilgreind verkefni sem falla undir grænu umgjörðina. Í tengslum við ársuppgjör Reykjavíkurborgar var gefin út Green Bond impact Report þar sem farið er yfir fjárfestingar á árangur í losun gróðurhúsalofttegunda. Sjá nánar.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira