9. þáttur - Góð atvinna og hagvöxtur 


Hvað er hagvöxtur? Dídí ætlar að útskýra það fyrir okkur í þættinum í dag. Hagvöxtur er mikilvægur í samfélaginu svo allir hafi vinnu. En ef við framleiðum of mikið getum við farið að ganga of mikið á náttúruauðlindir heimsins og þá erum við ekki sjálfbær - munið þið, þetta snýst allt um sjálfbærni og jafnvægi. Við kynnum okkur grænt hagkerfi og af hverju það er mikilvægt.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 8.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 8:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira