11. þáttur - Aukinn jöfnuður 


Við eigum öll rétt á jöfnum tækifærum í lífinu. Ímyndaðu þér til dæmis ef þú værir að spila Lúdó við besta vin þinn og hann væri með tening með sex á öllum hliðum og þú með tening bara með einum á öllum hliðum. Þetta væri ekki sanngjarnt og allar líkur á því að vini þínum myndi ganga mun betur í spilinu. Svona er líka hægt að horfa á heiminn og tækifærin sem krakkar hafa til að lifa góðu lífi og láta drauma sína rætast - það er ekki jafnt gefið og því þarf að breyta.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 10.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 10:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira