12. þáttur - Sjálfbærar borgir og samfélög 


Sjálfbærni! Aftur kemur þetta orð fyrir. Það er vegna þess að sjálfbærni er mjög mikilvæg og það skiptir miklu máli að borgirnar okkar verði sjálfbærar. Það býr svo margt fólk í borgum og við verðum að finna lausnir á ýmsum vandamálum sem fylgja því að búa í stórum borgum. Við verðum meðal annars að minnka mengun og bæta aðstæður fólks sem býr í fátækari hverfum borga.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 11.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 11:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira