Skýrslur

Stöðuskýrsla 2018

Verkefnastjórn heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna ritaði skýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Í skýrslunni, sem kom út í júní 2018, eru kortlögð helstu verkefni, áætlanir og áskoranir stjórnvalda gagnvart tilteknum markmiðum en á grunni þeirrar vinnu lagði verkefnastjórnin jafnframt fram forgangsmarkmið sem munu vísa stjórnvöldum veginn við innleiðingu markmiðanna næstu árin.

Landsrýniskýrsla 2019

Fyrsta landsrýniskýrsla Íslands (e. Voluntary National Review) byggir að verulegu leyti á innlendu stöðuskýrslunni frá 2018. Landsrýniskýrslunni var skilað til Sameinuðu þjóðanna árið 2019 og er hluti af alþjóðlegri eftirfylgni með framgangi heimsmarkmiðanna. Mælst er til að ríki skili að minnsta kosti þrisvar sinnum inn landsrýniskýrslu á gildistíma heimsmarkmiðanna.

Í skýrslunni er lögð sérstök áhersla á börn – kynslóðina sem mun taka við eftir að gildistími heimsmarkmiðanna hefur runnið sitt skeið. Í köflum um hvert heimsmarkmið má finna tilvitnun í börn. Í skýrslunni eru helstu áskoranir Íslands við innleiðingu heimsmarkmiðanna einnig dregnar fram í þeim tilgangi að koma auga á jaðarsetta hópa og kortleggja næstu skref í innleiðingunni.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira