14. þáttur - Aðgerðir í loftslagsmálum 


Markmið um aðgerðir í loftslagsmálum eru mjög mikilvæg og í þættinum förum við yfir það helsta sem hægt er að gera og hvað við getum gert. Stundum finnst okkur vandamálin svo stór að okkur finnst við ekki geta gert neitt til að hjálpa en sjáiði til dæmis Gretu Thunberg sem hefur heldur betur látið í sér heyra og lagt sitt af mörkum varðandi loftslagsmálin.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 13.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 13:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira