12.7 Stuðlað verði að sjálfbæru verklagi við opinber innkaup í samræmi við innlenda stefnu og forgangsröðun
Staða markmiðs
Samþykkt hefur verið stefna og aðgerðaráætlun um sjálfbær opinber innkaup. Þar er gengið út frá því að vistvæn innkaup ríkisaðila séu almenn regla. Í aðgerðaráætlun er lögð áhersla á að auka þekkingu og útfæra aðferðafræði til vistvænni innkaupa. Sem dæmi má nefna að árið 2023 verður farið í að meta kolefnisspor opinberra innkaupa og leiðbeiningar gefnar út um aðferðir við mat á kolefnisspori og líftímakostnaði í vali tilboða.
Ábyrgð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Mælikvarðar
Hagstofa Íslands heldur utan um tölfræði heimsmarkmiðanna. Hér má nálgast frekari gögn um mælikvarða markmiðs tólf.