1. þáttur - Samvinna um markmiðin
Í þessum fyrsta þætti kynnum við okkur markmið númer 17 - samvinnu um markmiðin.
2. þáttur - Engin fátækt
Í þessum þætti er talað um fátækt og sárafátækt í heiminum og á Íslandi og hvernig við getum unnið okkur upp úr henni í sameiningu.
3. þáttur - Ekkert hungur
Í þættinum í dag kynnumst við orðinu fæðuóöryggi sem er notað þegar einhver veit ekki hvort eða hvenær hann fær næstu máltíð.
4. þáttur - Heilsa og vellíðan
Það eru mannréttindi okkar að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu en það er alls ekki þannig að allir hafi aðgang að henni.
5. þáttur - Menntun fyrir alla
Það er ekki sjálfsagt að fá að fara í skóla og mennta sig. En þetta markmið er alveg gríðarlega mikilvægt og tengist nánast öllum hinum markmiðunum á einn eða annan hátt.
6. þáttur - Jafnrétti kynjanna
Í þætti dagsins heyrum við meðal annars sögu Malölu Yousafzai sem berst fyrir menntun stelpna og skoðum ástand jafnréttismála á Íslandi og í öðrum löndum.
7. þáttur - Hreint vatn og hreinlætisaðstaða
Hvernig er hægt að berjast við heimsfaraldur eins og COVID-19 ef vatn og sápa er hvergi nærri? Við förum yfir málið í þætti dagsins.
8. þáttur - Sjálfbær orka
Í þessum þætti skoðum við markmið sjö, um sjálfbæra orku. Margir íbúar jarðarinnar hafa ekki aðgang að rafmagni eða interneti og það býr til ójöfnuð.
9. þáttur - Góð atvinna og hagvöxtur
Hvað er hagvöxtur? Dídí ætlar að útskýra það fyrir okkur í þættinum í dag.
10. þáttur - Nýsköpun og uppbygging
Ný viðfangsefni kalla á nýjar lausnir. Í þessum þætti kynnumst við markmiði níu, um nýsköpun og uppbyggingu.