1. þáttur - Samvinna um markmiðin
Í þessum fyrsta þætti kynnum við okkur markmið númer 17 - samvinnu um markmiðin.
2. þáttur - Engin fátækt
Í þessum þætti er talað um fátækt og sárafátækt í heiminum og á Íslandi og hvernig við getum unnið okkur upp úr henni í sameiningu.
3. þáttur - Ekkert hungur
Í þættinum í dag kynnumst við orðinu fæðuóöryggi sem er notað þegar einhver veit ekki hvort eða hvenær hann fær næstu máltíð.
4. þáttur - Heilsa og vellíðan
Það eru mannréttindi okkar að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu en það er alls ekki þannig að allir hafi aðgang að henni.
5. þáttur - Menntun fyrir alla
Það er ekki sjálfsagt að fá að fara í skóla og mennta sig. En þetta markmið er alveg gríðarlega mikilvægt og tengist nánast öllum hinum markmiðunum á einn eða annan hátt.