5. þáttur - Menntun fyrir alla 


Uppáhaldsmálshátturinn hennar Dídíar er „mennt er máttur“! Nema hvað. Stundum finnst okkur ekki gaman í skólanum og tökum því sem sjálfsögðum hlut að fá að fara í skóla. Það er samt ekki sjálfsagt að fá að fara í skóla og mennta sig. En þetta markmið er alveg gríðarlega mikilvægt og tengist nánast öllum hinum markmiðunum á einn eða annan hátt, meira að segja markmiði 13 um loftslagsmál. Hvernig? Ja, þið verðið bara að horfa á þáttinn.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 4.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 4:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira