6. þáttur - Jafnrétti kynjanna 


Finnst þér að allir ættu að fá jöfn laun fyrir sömu vinnu? Já, það finnst okkur líka. En fyrst við erum að ræða þetta þá er það nú sennilega ekki þannig. Við skoðum hvernig ástandið er á Íslandi og í öðrum löndum. Svo hafa stelpur í mörgum löndum ekki sömu tækifæri og strákar til að fara í skóla. Það er agalegt og mjög mikilvægt að breyta því. Við förum yfir málið í þætti dagsins, heyrum söguna hennar Malölu Yousafzai sem berst fyrir menntun stelpna og færumst nær heimshetjunni á hetjuskalanum okkar.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 5.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 5:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira