KrakkaRÚV og heimsmarkmiðin

Í þáttunum HM30 fjalla þau Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín „Dídí“ Valtýsdóttir um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti taka þau fyrir eitt markmið og fá til sín góða gesti. 

KrakkaRÚV framleiðir þættina í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Handrit skrifa Birkir Blær Ingólfsson, Eva Rún Þorgeirsdóttir, Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal. Upptaka og samsetning er í höndum Sturlu Skúlasonar Holm og Sigyn Blöndal fer með leikstjórn. 

Hér má lesa viðtal við þau Dídí og Aron.

Þættirnir eru sýndir í þættinum Húllumhæ á föstudögum kl. 18.35. Jafnframt birtast þeir á þessari síðu á hverjum föstudegi, auk stoðefnis sem Félag Sameinuðu þjóðanna hefur látið þýða á íslensku. Hér má einnig finna ýmis myndbönd sem tengjast heimsmarkmiðunum.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira