17. þáttur - Friður og réttlæti


Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945 eftir seinni heimsstyrjöldina til þess að stuðla að friði í heiminum og hefur það gengið nokkuð vel. En það er alltaf hægt að gera betur því það er ekki svo gott að það ríki friður alls staðar í heiminum í dag, því miður. Gestur þáttarins er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og hann svarar spurningunni: Hvernig getum við gert heiminn okkar að friðsælli og réttlátari stað?

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 16.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 16:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira