1. þáttur - Samvinna um markmiðin

Í fyrsta þætti kynna Dídí og Aron sér markmið númer 17 - samvinnu um markmiðin og ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þetta er mjög mikilvægt markmið því ekkert okkar bjargar heiminum einsamalt, það gengur alla vega töluvert hraðar ef við gerum þetta saman. Dídí útskýrir fyrir okkur hvað sjálfbærni er og af hverju sjálfbærni er svona mikilvæg. Letihetjan er kynnt til sögunnar og ferðalag okkar í átt að heimshetjunni hefst.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 17.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 17:

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira