8. þáttur - Sjálfbær orka 


Munið þið í fyrsta þætti þegar við fórum vel yfir hvað sjálfbærni er? Það skiptir öllu máli að við skiljum það til að skilja þetta markmið. Sjálfbær orka og sjálfbærir orkugjafar skipta gríðarlega miklu máli þegar við hugsum um loftslagsbreytingar svo þetta markmið tengist markmiði númer 13 mjög mikið. En við eigum ennþá mikla vinnu fyrir höndum. Margir íbúar jarðarinnar hafa ekki aðgang að rafmagni eða interneti og það býr til ójöfnuð, það er ójöfn tækifæri. Við förum betur yfir það í þætti 10. Við kynnum okkur málið í þættinum í dag og vonandi kemur súra skýið ekki með neina athugasemd í þetta sinn.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 7.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 7:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira