Fimm mælikvarðar eru án skilgreindrar aðferðafræði:

13.2.1 Fjöldi landa sem hafa tilkynnt um að komið hafi verið á fót samþættri stefnu/ stefnuáætlun/áætlun og hún orðin rekstrartæk sem eykur getu þeirra til að laga sig að neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og stuðla að bættu viðnámi gegn loftslagsbreytingum og þróun í átt að lítilli losun gróðurhúsalofttegunda með hætti sem ógnar ekki matvælaframleiðslu (þ.m.t. með innlendri aðlögunaráætlun, landsákvörðuðu framlagi, landsskýrslu, skýrslugjöf annað hvert ár eða öðru).

13.3.1 Fjöldi landa sem hafa fellt aðgerðir til mildunar, aðlögunar, skaðaminnkunar og snemmviðvörunar inn í námskrár grunnskóla, framhaldsskóla og æðri menntunar.

13.3.2 Fjöldi landa sem hafa tilkynnt um eflda getu stofnana, kerfa og einstaklinga til að hrinda í framkvæmd aðgerðum til aðlögunar, mildunar og tækniyfirfærslu, og þróunaraðgerðum.

13.a.1 Tiltækt fjármagn í bandaríkjadölum á ári á tímabilinu 2020 og 2025 sem reiknast upp í 100 milljarða bandaríkjadala skuldbindinguna.

13.b.1 Fjöldi landa, sem eru skemmst á veg komin í þróun og lítilla eyríkja í hópi þróunarríkja, sem fá sérhæfðan stuðning, ásamt umfangi stuðnings, þ.m.t. fjármagn, tækni og getuuppbygging, til að efla getu til að útbúa skilvirkar áætlanir er varða loftslagsbreytingar, m.a. með áherslu á konur, ungmenni, staðbundin samfélög og jaðarhópa.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira