Þrír mælikvarðar eru án skilgreindrar aðferðafræði:

15.9.1 Árangur af innlendum markmiðum sem sett hafa verið í samræmi við 2. markmið Aichi-markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni í Stefnuáætlun um líffræðilega fjölbreytni 2011-2020.

15.a.1 Opinber þróunaraðstoð og opinber útgjöld til varðveislu og sjálfbærrar nýtingar líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa.

15.b.1 Opinber þróunaraðstoð og opinber útgjöld til varðveislu og sjálfbærrar nýtingar líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa.

Af þeim mælikvörðum sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði eru níu sem gögnum er ekki safnað um á reglubundinn hátt að svo stöddu:

15.1.2 Hlutfall mikilvægra svæða í líffræðilegri fjölbreytni land- og ferskvatnssvæða sem falla undir friðunarsvæði, eftir vistkerfistegund.

15.2.1 Árangur í sjálfbærri skógarstjórnun.

15.3.1 Hlutfall landhnignunar af heildarlandsvæði.

15.4.1 Umfang friðunarsvæða á mikilvægum stöðum fyrir líffræðilega fjölbreytni á fjallasvæðum.

15.4.2 Stuðull fyrir gróðurþekju fjalllendis.

15.5.1 Rauðlistastuðull.

15.6.1 Fjöldi landa sem hafa samþykkt laga-, stjórnsýslu- og stefnuramma í því skyni að tryggja sanngjarna og réttláta skiptingu ávinnings.

15.7.1/15.c.1 Hlutfall villtra lífvera sem verslað er með og veiddar hafa verið með ólögmætum hætti eða eru í ólöglegum viðskiptum.

15.8.1 Hlutfall landa sem hafa samþykkt viðeigandi innlenda löggjöf og fjármagnað með fullnægjandi hætti forvarnir eða stjórnun á ágengum, framandi tegundum.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira