Ekki liggur fyrir skilgreind aðferðafræði varðandi einn mælikvarða:

5.a.2 Hlutfall landa þar sem lagaramminn (þ.m.t. venjuréttur) tryggir jafnan rétt kvenna til eignarhalds á landi og/eða yfirráða.

Af þeim mælikvörðum sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði eru fjórir sem gögnum er ekki safnað um á reglubundinn hátt að svo stöddu. Þeir eru:

5.3.2 Hlutfall stúlkna og kvenna á aldrinum 15-49 sem hafa undirgengist limlestingu/skurð á kynfærum sínum, eftir aldri.

5.6.1 Hlutfall kvenna á aldrinum 15-49 ára sem taka eigin upplýstar ákvarðanir varðandi kynlíf, notkun getnaðarvarna og frjósemisheilbrigði.

5.a.1 a) Hlutfall heildarmannfjölda í landbúnaði sem hefur eignarhald á eða öruggan rétt til landbúnaðarlands, eftir kyni, og b) hlutfall kvenna meðal eigenda eða rétthafa til landbúnaðarlands, eftir tegund ábúðar.

5.c.1 Hlutfall landa með kerfi til að hafa eftirlit með og annast opinberar fjárveitingar til að stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna.

Verið er að kanna fýsileika þess að greina þrjá mælikvarða á grundvelli fyrirliggjandi gagna:

5.3.1 Hlutfall kvenna á aldrinum 20-24 ára sem giftust eða höfðu verið í sambandi fyrir 15 ára aldur og fyrir 18 ára aldur.

5.5.2 Hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum.

5.b.1 Hlutfall einstaklinga sem eiga farsíma, eftir kyni.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira