Af þeim mælikvörðum sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði eru þrír sem gögnum er ekki safnað um á reglubundinn hátt að svo stöddu. Þeir eru:

6.3.2 Hlutfall vatnshlota með góðum vatnsgæðum.

6.4.1 Breyting á nýtni í vatnsnotkun með tímanum.

6.6.1 Breyting á umfangi vatnstengdra vistkerfa með tímanum.

Þá var það metið svo að tveir mælikvarðar eigi ekki við á Íslandi:

6.5.2 Hlutfall vatnasvæða þvert á landamæri þar sem samkomulag er til staðar um vatnsnotkun.

6.a.1 Umfang opinberrar þróunaraðstoðar í tengslum við vatns- og hreinlætismál sem hluta af samræmdri útgjaldaáætlun stjórnvalda.

Verið er að kanna fýsileika þess að greina þrjá mælikvarða á grundvelli fyrirliggjandi gagna:

6.4.2 Álag á vatnsbúskap: ferskvatn minnkar sem hlutfall af tiltækum ferskvatnsauðlindum.

6.5.1 Að hvaða marki samþættri stjórnun vatnsauðlinda hefur verið komið til framkvæmda (0-100).

6.b.1 Hlutfall sveitarstjórnareininga með samþykktar og virkar stefnur og verklagsreglur varðandi þátttöku staðbundinna samfélaga í stjórnun vatns- og hreinlætismála.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira