Kolefnishlutlaus Landsvirkjun árið 2025

Fyrirtækja logo Landsvirkjun
Landsvirkjun
1. júlí 2019

Starfsemi Landsvirkjunar verður kolefnishlutlaus frá árinu 2025. Stærsti áfangi að kolefnishlutleysi felst í hreinsun koltvíoxíðs úr jarðhitagasi Kröflustöðvar.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Kolefnisspor raforkuvinnslu Landsvirkjunar er nú þegar með því minnsta sem þekkist í heiminum. Það breytir þó ekki því að sporið er til staðar og því rúm til að bæta sig. Við ætlum að vera kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025. Það þýðir að við munum binda jafn mikið eða meira kolefni en við losum í starfseminni. Við vinnum eftir þriggja skrefa aðgerðaráætlun sem felur í sér að: fyrirbyggja nýja losun, draga úr núverandi losun og binda á móti þeirri losun sem ekki verður komið í veg fyrir. Stærsti áfanginn í átt að kolefnishlutleysi verður hreinsun koltvíoxíðs úr jarðhitagasi Kröflustöðvar, sem í dag veldur um 60% af allri losun fyrirtæksins. Eftir að hreinsun er hafin mun losun okkar verða helmingi minni en hún var árið 2008. Þegar kolefnishlutleysi er náð munum við halda áfram að leita nýrra leiða til að draga úr losun eins og kostur er.

Markmið verkefnis

Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns. Með því að gera starfsemina okkar kolefnishlutlausa viljum við einnig vera fyrirmynd fyrir önnur fyrirtæki og stofnanir með því að halda á lofti þeim úrræðum og lausnum sem í boði eru til að draga úr losun.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Árið 2025

Mældur árangur

Árlega gefum við út loftslagsbókhald þar sem gerð er grein fyrir þróun kolefnisspors fyrirtækisins og þeirri losun sem er að baki þess.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira