Friðlýsing sameiginlegrar eignar þjóðarinnar (þjóðlendna á miðhálendinu) sem þjóðgarðs.
Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu
Verkefnalýsing
Miðhálendið er eitt stærsta samfellda svæðið í Evrópu þar sem ekki er föst búseta. Svæðið þykir einstakt af náttúrunnar hendi og innan þess er mikill fjöldi náttúru- og menningarminja og samfelldra svæða sem njóta verndar að einhverju leyti. Í sáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis frá 30. nóvember 2017 er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu meðal stefnumála. Þverpólitísk nefnd þingmanna, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og sveitarfélaga sem skipuð var í apríl 2018 vann að tillögum um stofnun Hálendisþjóðgarð eftir viðamikið samráðsferli við almenning í gegnum opna fundi og kynningu verkefna í samráðsgátt og skilaði í kjölfarið skýrslu til umhverfis- og auðlindaráðherra í desember 2019. Ráðherra áætlar að leggja fram frumvarp á vorþingi 2020 um Hálendisþjóðgarð sem byggir á tillögum nefndarinnar.
Markmið verkefnis
Markmið verkefnisins er að friðlýsa sameiginlega eign þjóðarinnar (þjóðlendur á miðhálendinu) sem þjóðgarð og taka þannigstefnumótandi ákvörðun um nýtingu og stjórn landsvæðisins til framtíðar. Í tengslum við Heimsmarkmiðin má horfa til markmiða 8.9, 11.4 og 15.1.
Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?
Áætlað er að leggja fram frumvarp um Hálendisþjóðgarð á vorþingi 2020.
Mældur árangur
Með samþykki laga um friðlýsingu miðhálendisins sem þjóðgarðs og í framhaldi af því með gerð og framfylgd stjórnunar- og verndaráætlunar.
Framvinda verkefnis
1. febrúar 2021
Þverpólitísk nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs skilaði skýrslu sinni til umhverfis- og auðlindaráðherra í desember 2019. Frumvarp um hálendisþjóðgarð var lagt fyrir Alþingi 30.11.2020.
Staða verkefnis
