3. þáttur - Ekkert hungur 


Það kannast allir við það að verða stundum svangir. Það er alveg ferlegt. Í þættinum í dag kynnumst við orðinu fæðuóöryggi sem er notað þegar einhver veit ekki hvort eða hvenær hann fær næstu máltíð. Við fræðumst um Dr. Norman E. Borlaug sem bjargaði milljónum frá hungursneyð með því að finna upp nýja korntegund. Við getum nefnilega öll lagt okkar af mörkum.

Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Hér að neðan er að finna verkefni sem tengist markmiði 2.

Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir og er hluti af því birt hér samhliða þáttunum. 

Kennslugögn tengd markmiði 2:

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira