Kynningarmál


Sérstök áhersla er lögð á að miðla upplýsingum um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til almennings enda er ljóst að þeim verður ekki náð án víðtækrar þátttöku almennings, atvinnulífs, fræðasamfélags og grasrótarsamtaka.

Í mars 2018 fór af stað kynningarherferð á öllum helstu miðlum landins um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin boða framfarir á öllum helstu sviðum samfélagsins á heimsvísu og því miðaði herferðin að því að greina frá nokkrum góðum fréttum úr framtíðinni, gangi markmiðin eftir.

              

Í desember 2018 fór af stað önnur kynningarherferð – „Heimsmarkmið Elízu“. Að þessu sinni var kastljósinu beint að þróunarsamvinnu Íslands og fjármagnaði utanríkisráðuneytið þá herferð. Gerðir voru heimildarþættir um ungling, Elízu Gígju Ómarsdóttur, sem ferðaðist til Úganda og kynnti sér líf jafnaldra sinna þar, út frá heimsmarkmiðunum. Þættirnir voru sýndir á RÚV í desember 2018.

              

Hér má nálgast merki heimsmarkmiðanna í góðri upplausn.

Upplýsingafulltrúi heimsmarkmiðanna er Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira