Kynningarmál

 

Sérstök áhersla er lögð á að miðla upplýsingum um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til almennings enda er ljóst að þeim verður ekki náð án víðtækrar þátttöku almennings, atvinnulífs, fræðasamfélags og grasrótarsamtaka.

Í mars 2018 fór af stað kynningarherferð á öllum helstu miðlum landins um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin boða framfarir á öllum helstu sviðum samfélagsins á heimsvísu og því miðaði herferðin að því að greina frá nokkrum góðum fréttum úr framtíðinni, gangi markmiðin eftir.

              

Í desember 2018 fór af stað önnur kynningarherferð – „Heimsmarkmið Elízu“. Að þessu sinni var kastljósinu beint að þróunarsamvinnu Íslands og fjármagnaði utanríkisráðuneytið þá herferð. Gerðir voru heimildarþættir um ungling, Elízu Gígju Ómarsdóttur, sem ferðaðist til Úganda og kynnti sér líf jafnaldra sinna þar, út frá heimsmarkmiðunum. Þættirnir voru sýndir á RÚV í desember 2018.

              

Hér má nálgast merki heimsmarkmiðanna í góðri upplausn.

Upplýsingafulltrúi heimsmarkmiðanna er Sighvatur Arnmundsson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu.

 

KrakkaRÚV og heimsmarkmiðin

Í þáttunum HM30 fjalla þau Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín „Dídí“ Valtýsdóttir um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti taka þau fyrir eitt markmið og fá til sín góða gesti. 

KrakkaRÚV framleiðir þættina í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Handrit skrifa Birkir Blær Ingólfsson, Eva Rún Þorgeirsdóttir, Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal. Upptaka og samsetning er í höndum Sturlu Skúlasonar Holm og Sigyn Blöndal fer með leikstjórn. 

Hér má lesa viðtal við þau Dídí og Aron.

Þættirnir voru sýndir vorið 2021 í þættinum Húllumhæ og birtust jafnframt á þessari síðu, auk stoðefnis sem Félag Sameinuðu þjóðanna hefur látið þýða á íslensku. Hér má einnig finna ýmis myndbönd sem tengjast heimsmarkmiðunum.

 

1. þáttur - Samvinna um markmiðin

Í þessum fyrsta þætti kynnum við okkur markmið númer 17 - samvinnu um markmiðin.

2. þáttur - Engin fátækt

Í þessum þætti er talað um fátækt og sárafátækt í heiminum og á Íslandi og hvernig við getum unnið okkur upp úr henni í sameiningu.

3. þáttur - Ekkert hungur

Í þættinum í dag kynnumst við orðinu fæðuóöryggi sem er notað þegar einhver veit ekki hvort eða hvenær hann fær næstu máltíð.

4. þáttur - Heilsa og vellíðan

Það eru mannréttindi okkar að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu en það er alls ekki þannig að allir hafi aðgang að henni.

5. þáttur - Menntun fyrir alla

Það er ekki sjálfsagt að fá að fara í skóla og mennta sig. En þetta markmið er alveg gríðarlega mikilvægt og tengist nánast öllum hinum markmiðunum á einn eða annan hátt.

6. þáttur - Jafnrétti kynjanna

Í þætti dagsins heyrum við meðal annars sögu Malölu Yousafzai sem berst fyrir menntun stelpna og skoðum ástand jafnréttismála á Íslandi og í öðrum löndum.

7. þáttur - Hreint vatn og hreinlætisaðstaða

Hvernig er hægt að berjast við heimsfaraldur eins og COVID-19 ef vatn og sápa er hvergi nærri? Við förum yfir málið í þætti dagsins.

8. þáttur - Sjálfbær orka

Í þessum þætti skoðum við markmið sjö, um sjálfbæra orku. Margir íbúar jarðarinnar hafa ekki aðgang að rafmagni eða interneti og það býr til ójöfnuð.

9. þáttur - Góð atvinna og hagvöxtur

Hvað er hagvöxtur? Dídí ætlar að útskýra það fyrir okkur í þættinum í dag.

10. þáttur - Nýsköpun og uppbygging

Ný viðfangsefni kalla á nýjar lausnir. Í þessum þætti kynnumst við markmiði níu, um nýsköpun og uppbyggingu.

11. þáttur - Aukinn jöfnuður

Það er ekki alltaf jafnt gefið og því þarf að breyta. Í þessum þætti kynnumst við markmiði tíu um aukinn jöfnuð.

12. þáttur - Sjálfbærar borgir og samfélög

Ellefta markmiðið fjallar um sjálfbærar borgir og samfélög. Við verðum að finna lausnir á ýmsum vandamálum sem fylgja því að búa í litlum og stórum samfélögum.

13. þáttur - Sjálfbær neysla og framleiðsla

Vissir þú að átta milljónum tonna af plasti er hent í sjóinn á hverju ári? Markmið tólf skoðar það sem við kaupum og hvernig við losum okkur við það.

14. þáttur - Aðgerðir í loftslagsmálum

Markmið um aðgerðir í loftslagsmálum eru mjög mikilvæg og í þættinum förum við yfir það helsta sem hægt er að gera og hvað við getum gert.

15. þáttur - Líf í vatni

Markmið 14 snýst um að vernda lífríkið í sjónum og vötnum heimsins.

16. þáttur - Líf á landi

Frumskógar heimsins eru stundum kallaðir lungu jarðarinnar því þeir draga til sín svo mikið af koltvísýringi úr andrúmsloftinu. Hvað getum við gert til að vernda lífríki jarðar?

17. þáttur - Friður og réttlæti

Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945 eftir seinni heimsstyrjöldina til þess að stuðla að friði í heiminum og hefur það gengið nokkuð vel. Gestur þáttarins er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira