Skólastefna Flóahrepps

Fyrirtækja logo Flóahreppur
Flóahreppur
9. nóvember 2021

Skólastefna Flóahrepps var mótuð á grundvelli stefnumótunar sveitarfélagsins með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Framtíðarsýn Flóahrepps í skólamálum lýtur á því að í sveitarfélaginu verði öflugt skólastarf sem byggir á einstaklingsmiðuðu námi með áherslu á að hlúa að styrkleikum nemenda og örva skapandi hugsun. Til þess að ná þeirri framtíðarsýn er lögð áhersla á fjóra megin flokka til að ná framtíðarsýninni; mannauð, samfélagið, umgjörð og umhverfið. Áherslur í mannauðsmálum sveitarfélagsins byggja á því að styrkleikar hvers og eins fái notið sín og er sérstök áhersla lögð á jafnrétti og vellíðan allra, nemenda, starfsmanna og foreldra. Mikilvægustu þættir umgjarðar um skólastarfið í sveitarfélaginu eru að standa vörð um það til þess að efla og viðhalda þekkingu og færni í samfélaginu. Hlutverk samfélagsins er að búa nemendur undir þátttöku í lýðræðissamfélagi með heilsueflingu í víðum skilningi, samstarfi og samvinnu. Skólarnir leggja mikla áherslu á að efla umhverfisvitund og leggja rækt við sérstöðu samfélagsins. Skólstarf er unnið eftir hugmyndafræði Landverndar: Skólar á grænni grein.

Markmið verkefnis

Markmiðið með verkefninu er að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í skólastarf í Flóahreppi. Skólastefna Flóahrepps verður höfð að leiðarljósi við gerð skólanámskráa og mun hún vera stjórnendum uppeldisstofnana sveitarfélagsins leiðarvísir að uppbyggingu starfseminnar.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Skólastefnan gildir frá 2022-2025

Mældur árangur

Verkefnið er komið af stað en unnið verður að því að gera aðgerðaráætlanir og samræmda mælikvarða í samstarfi við önnur sveitarfélög

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira