Flokkun og endurnýting

Fyrirtækja logo RARIK ohf.
RARIK ohf.
18. janúar 2022

RARIK hefur markað stefnu í úrgangsmálum og sett sér það markmið að auka hlutfall flokkaðs efnis úr 92% árið 2020 í 95% árið 2025.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

RARIK hefur markað stefnu í úrgangsmálum og sett sér það markmið að auka hlutfall flokkaðs efnis úr 92% árið 2020 í 95% árið 2025. Það verður gert með því að minnka óflokkaðaðan almennan úrgang sem fer til urðunar á móttöku- og söfnunarstöðvum. Í starfsemi RARIK er tekið tillit til hagkvæmrar notkunar aðfanga, endurnýtingar efnis og tækjabúnaðar og ábyrgrar förgunar á úrgangi. Unnið er markvisst að því að draga úr úrgangi sem fer til urðunar og efni sem til fellur hjá fyrirtækinu er komið í farveg til endurnýtingar eða -vinnslu. Ónothæfu efni er fargað í samræmi við reglur um umhverfisvernd þannig að það valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og mengi ekki vatn, jarðveg eða andrúmsloft. Með þessu styður RARIK við hringrásarhagkerfið og minnkar óbeina losun gróðurhúsalofttegunda.

Markmið verkefnis

RARIK hefur sett sér það markmið að auka hlutfall flokkaðs efnis úr 92% árið 2020 í 95% árið 2025. Verður það gert með því að minnka hlutfall óflokkaðs almenns úrgangs sem fer til urðunar á móttöku- og söfnunarstöðvum úr 8% árið 2020 í 5% árið 2025.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Áætlað er að markmiðið náist árið 2025.

Mældur árangur

Árlegt magn úrgangs er mælt í kílóum og er hlutfall óflokkaðs úrgangs sem fer í urðun á móttökustöð reiknað út frá þeim upplýsingum.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira