Föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti

Fyrirtækja logo Carbfix ohf.
Carbfix ohf.
2. febrúar 2023

Framkvæmdir eru hafnar á nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, Mammoth, sem í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, mun tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koldíoxíði (CO2) úr andrúmslofti á svæðinu.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Til að ná Parísarmarkmiðunum þarf ekki einungis að minnka losun. Við þurfum einnig að „spóla til baka“, það er að sækja aftur koldíoxíð sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið. Carbfix hóf árið 2017 samstarf með svissneska fyrirtækinu Climeworks sem sérhæfir sig í að fanga CO2 beint úr andrúmsloftinu. Framkvæmdir eru hafnar á nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, Mammoth, sem í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, mun tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koldíoxíði (CO2) úr andrúmslofti á svæðinu. Fyrir er Orca, lofthreinsiver Climeworks, sem tók til starfa haustið 2021 og var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með nýja lofthreinsiverinu, fara afköst föngunar á Hellisheiði úr fjórum þúsundum tonna af CO2 á ári í alls 40 þúsund tonn en því er síðan fargað neðanjarðar með Carbfix tækninni, þar sem það hvarfast við berggrunninn og myndar steindir. Mörg tækifæri felast í föngun og förgun CO2 beint úr andrúmsloftinu en Carbfix hlaut ásamt samstarfsaðilum sínum, Heirloom og Verdox, tvenn Milestone verðlaun í fyrri umferð XPRIZE Carbon Removal verðlaunanna. Einnig stendur til að byggja svokallaða DAC þróunarstöð sem mun ýta undir tækniþróun fyrirtækja sem sérhæfa sig í föngun koldíoxíðs beint úr andrúmsloftin og vilja farga með Carbfix tækninni.

Markmið verkefnis

Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg í meirihluta þeirra sviðsmynda sem takmarka hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. Í skýrslunni kemur fram að til að ná því markmiði þurfi að fanga allt að 310 milljarða tonna af CO2 úr andrúmsloftinu til næstu aldamóta.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Carbfix hyggst leggja sitt af mörkum í því að farga koldíoxíði sem fangað hefur verið beint úr andrúmsloftinu með aukinni sókn og samstarfi á heimsvísu.

Mældur árangur

Magn koldíoxíðs sem dælt er niður í berglög.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2023

  • Orca tók til starfa haustið 2021. Framkvæmdir við Mammoth eru hafnar.
  • Vorið 2022 hlaut Carbfix ásamt samstarfsaðilum sínum, Heirloom og Verdox, tvenn Milestone verðlaun í fyrri umferð XPRIZE Carbon Removal verðlaunanna. Alls bárust yfir 1.100 umsóknir í samkeppnina. Í þessum fyrri áfanga völdu sjötíu dómarar fimmtán sigurlið sem hljóta eina milljón dollara hvert í verðlaunafé. Allar umsóknir geta enn keppt um 80 milljónir dollara sem veittar verða aðalverðlaunahöfum árið 2025. Til að vinna aðalverðlaunin þurfa keppendur að hafa sýnt fram á raunverulega föngun og förgun á 1.000 tonnum af CO2 á ársgrundvelli, gert kostnaðaráætlun fyrir eina milljón tonna á ársgrundvelli, og lagt fram raunhæfa áætlun um að ná 1.000 milljónum tonna á ársgrundvelli með sjálfbærum hætti í framtíðinni.
 

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira