Stefna Glacier Journey og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Fyrirtækja logo Glacier Journey / Fallastakkur ehf ferðaþjónustufyrirtæki.
Glacier Journey / Fallastakkur ehf ferðaþjónustufyrirtæki.
3. desember 2021

Í stefnu Glacier Journey er lögð áhersla á að bæta samfélag og umhverfi, vinna að jöfnuði innan sem utan fyrirtækisins, auk fleiri mikilvægra atriða sem snerta daglegt líf allra.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Heildarstefna Glacier Journey, sem við nefnum „Margt smátt gerir eitt stórt“, hefur verið tengd við níu heimsmarkmið. Í stefnu Glacier Journey er lögð áhersla á að bæta samfélag og umhverfi, vinna að jöfnuði innan sem utan fyrirtækisins, auk fleiri mikilvægra atriða sem snerta daglegt líf allra. Hagvöxtur, atvinnuöryggi, nýsköpun og ábyrg neysla er nátengd og unnið er markvisst að árangri á öllum þessum sviðum. Stefna Glacier Journey er að stuðla að: • Endurnýtingu. • Orkusparnaði. • Flokkun og ábyrga umgengi um sorp og annan úrgang frá fyrirtækinu. • Notkun á umhverfisvænum efnum eins og kostur er • Vinna gegn mengun sem hlotist getur af starfsemi fyrirtækisins, s.s. hljóð-, loft, • sjón-, vatns-, jarðvegs-, lyktar- og frárennslismengun. • Velja vörur og þjónustu úr heimabyggð til að styðja við nærsamfélagið, þar sem því • verður viðkomið. • Vinna að stöðugum úrbótum í umhverfis- og samfélagsmálum, bæði í eigin starfsemi og í íslenskri ferðþjónustu. • Hvetja til verndunar menningar- og náttúruminja. • Gera starfsmenn ábyrga fyrir verkefnum í umhverfismálum. • Halda jafnrétti launa. • Auka stuðning við þá sem minna mega sín í samfélaginu. • Bæta menntun og styrkja einstaklinga til náms.

Markmið verkefnis

Markmiðið er að fyrirtækið sé með langtíma sýn og skýr markmið í allri umgengni og framkomu. Að eigendur og starfsmenn séu vel upplýstir um samfélagslega ábyrgð og vinni markvisst að því að ná sem allra bestum árangri í sinni vinnu.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Glacier Journey stefnir að því vera búið að ná öllum markmiðum í lok árs 2026. Fram að þeim tíma er mikilvægt að halda stefnunni og heimsmarkmiðunum á lofti til að tryggja að tekið verði mið af þeim í allri starfsemi fyrirtækisins.

Mældur árangur

Í lok hvers árs verður árangur metinn og skráður, brugðist skjótt við ef sýnilegt er að eitthvert markmiðanna er að dragast aftur úr áætlun.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira