Ný umhverfisstefna í Mosfellsbæ með hliðsjón af heimsmarkmiðunun

Fyrirtækja logo Mosfellsbær
Mosfellsbær
24. júní 2019

Endurnýjun á umhverfisstefnu Mosfellsbæjar þar sem sérstaklega er horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og lögð áhersla á íbúalýðræði

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Sérstök áhersla var lögð á að vinna stefnuna á opinn og lýðræðislega hátt.Haldnir voru opnir íbúafundir, bæði í upphafi þegar vinna við stefnuna var á hugmyndastigi, og eins í lok vinnunnar þegar drög að stefnu lágu fyrir, þar sem kallað var sérstaklega eftir skoðunum íbúa og hagsmunaaðilum boðið sérstaklega til fundarins. Unnið var úr athugasemdum með aðstoð ráðgjafa og sérfræðinga.Vinna við umhverfisstefnuna náði yfir tvö kjörtímabil, til að skapa betri sátt um verkefnið. Upplýsingar um vinnu við umhverfisstefnuna hafa verið aðgengilegar á heimasíðu Mosfellsbæjar þar sem m.a. má finna upplýsingar um þá samráðsfundi sem haldnir hafa verið.Ákveðið var að hafa Heimsmarkmiðin sem grunn við endurskoðunina og þau skilgreind í hverjum kafla fyrir sig ásamt ítarefni.Umhverfisstefnan var tekin sem fyrirmyndar dæmi hvernig meðalstórir bæir geta horft til heimsmarkmiða SÞ í vinnu við stefnumótun á lýðræðislegan og opinn hátt í bæklingi Nordregio, "Global goals for local priorities".

Markmið verkefnis

Markmið við gerð umhverfisstefnunnar var að:• Setja fram metnaðarfulla stefnu sem jafnframt væri raunhæf fyrir sveitarfélag af þessari stærðargráðu.• Finna hentuga útfærslu þar sem sveitarfélagið gæti nýtt sér og horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna við stefnumótun• Setja fram stefnu sem væri einföld og aðgengileg fyrir íbúa • Vinna stefnu í samvinnu og sátt við íbúa

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Umhverfisstefna Mosfellsbæjar gildir til ársins 2030, en verður þó í stöðugri endurskoðun, eins og ástæða verður til.

Mældur árangur

Mosfellsbær mun setja sér framkvæmdaáætlun í framhaldi af stefnunni þar sem fram munu koma tímasett og mælanleg markmið.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Mosfellsbæ gengur vel að vinna skv. útgefinni umhverfisstefnu. Horft er til stefnunnar við vinnu umhverfisnefndar og annarra tengdra nefnda, auk þess sem starfsmenn á umhverfissviði hafa hana til hliðsjónar í sínum störfum. Sérstaklega er vakin athygli á henni á heimasíðu sveitarfélagsins.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar skoðar nú gerð sérstakrar framkvæmdaáætlunar með hliðsjón af umhverfisstefnunni. Þótt í umhverfisstefnunni sé sett fram ákveðin verkefni og leiðir að verkefnum koma þar ekki fram fastar tímasetningar verkefna heldur gildir stefnan til ársins 2030. Engin ákvörðun liggur fyrir, en málið er til skoðunar.
Einnig er til skoðunar gerð sérstakrar loftslagsstefnu fyrir sveitarfélagið. Unnið er með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að samræmingu í þessum málaflokki.
Í vinnu að endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar verður umhverfisstefna Mosfellsbæjar og heimsmarkmiðin sérstaklega höfð til hliðsjónar við framsetningu skipulagsins.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira