YRE - Young Reporters for the Environment

Fyrirtækja logo Landvernd
Landvernd
26. nóvember 2019

Vettvangur fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

YRE er systurverkefni Skóla á grænni grein og rekið af sömu samtökum alþjóðlega, FEE. Markmið verkefnisins er að vera valdeflandi vettvangur fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum t.d. sem myndband, hlaðvarp, blaðagrein eða á samfélagsmiðlum. Verkefnið er rekið í 42 löndum og þátttakendur geta verið á aldrinum 11 - 25 ára. Hér á Íslandi einblínum við á framhaldsskólaaldurinn, allavega til að byrja með. Verkefnið byggir á hugmyndafræði sjálfbærnimenntunar sem eykur færni nemanda í að takast á við umhverfismál á jákvæðan máta. Mikil áhersla er lögð á að verkefnin tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Er skólinn þinn áhugasamur um að vita meira um verkefnið? Sendu póst á [email protected] og við svörum spurningum þínum.

Markmið verkefnis

* Að efla getu og færni ungs fólks til að taka afstöðu í umhverfismálum.* Að gefa ungu fólki færi á að koma skoðunum sínum á framfæri á hinum ýmsu miðlum og formum (greinaskrif, myndbandagerð, ljósmyndun og fl.)* Að stuðla að lausnum á hinum ýmsu umhverfisáskorunum.* Að efla samskiptafærni þeirra, frumkvæði, gagnrýna hugsun og ábyrgðartilfinningu.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Haldin verður árleg keppni með öllum verkefnum sem skilað er inn. Keppnin verður haldin í Norræna húsinu og verðlaunahafar verða kynntir hjá Rúv Núll.;Leitast verður eftir því að fá fleiri skóla til þess að taka þátt í verkefninu. Til að byrja með er verkefnið einungis ætlað framhaldsskólanemum en síðar verður opnað fyrir skráningar grunn- og háskólanema.

Mældur árangur

Í fjölda þátttakenda, skóla og verkefna. Einnig verður litið til þess hversu mikla dreifingu afurðirnar fá.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd er ætlað ungu fólki og snýst um að nemendur kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum. Árið 2020 tóku ellefu framhaldskólar víðs vegar um landið þátt í verkefninu. Nemendur útbjuggu fjölbreytt verkefni þar sem vakin var athygli á málefnum er varða umhverfismál og skoðað hvað hægt er að gera til þess að stuðla að sjálfbæru samfélagi. Haldin var keppni þar sem tíu verkefni komust áfram í undanúrslit. Vinningsverkefni síðasta árs var heimildarmynd sem heitir Mengun með miðlum, þar var fjallað um áhrif samfélagsmiðla og streymiveita á umhverfið. Heimildarmyndin tengist 13. markmiði Heimsmarkmiðanna, aðgerðir í loftslagsmálum. Dómnefnd verkefnisins árið 2020 var skipuð valinkunnu fólki þeim Snærósu Sindradóttur, fjölmiðlakonu, Benedikti Erlingssyni, leikara og leikstjóra og Ragnhildi Þrastardóttur, blaðamanni. Í ár taka ellefu framhaldsskólar þátt og fimm grunnskólar, það verður spennandi að sjá afraksturinn. Almenn ánægja er hjá kennurum og nemendum með verkefnið. Til að styðja betur við þátttökuskóla var á síðasta ári útbúnar örfræðslu þar sem fjallað var um, falsfréttir, höfundarrétt og persónuvernd, loftlagskvíða, grænþvott og loftlagsréttlæti. 

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira