Þróunarsamvinna ber ávöxt

Fyrirtækja logo Félag Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi
Félag Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi
28. júní 2019

Vitundarvakning um hlutverk og tækifæri fyrirtækja þegar kemur að þróunarsamvinnu.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Fyrirtæki hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að þróunarsamvinnu og þeim heimsmarkmiðum sem snúa að henni. Þróunarsamvinna ber ávöxt snýr að því að fræða fyrirtæki um þau tækifæri sem standa þeim til boða. Framleitt verður myndband ásamt því að bjóða upp á málstofu fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja. Verkefnið er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytis og þeirra íslensku mannúðarsamtaka sem vinna að þróunarsamvinnu: ABC barnahjálp, Barnaheill, Hjálparstofnun kirkjunnar, Kristniboðssambandið, UNICEF, UN Women, Rauði krossinn á Íslandi, SOS barnaþorp og Sól í Tógó. Félag Sameinuðu þjóðanna sinnir verkefnastjórn.

Markmið verkefnis

Aukin þátttaka íslenskra fyrirtækja í þróunarsamvinnu. Sérstök áhersla er lögð samvinnu fyrirtækja og félagasamtaka í lengri tíma þróunarverkefnum.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Verkefnið mun fara fram í herferðarformi dagana 9.-13. september næstkomandi.

Mældur árangur

Félögin munu vorið 2020 taka saman aukningu á þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Fyrirtæki hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að þróunarsamvinnu og þeim heimsmarkmiðum sem snúa að henni. Vitundarvakningin Þróunarsamvinna ber ávöxt 2019 snéri að því að fræða fyrirtæki um þau tækifæri sem standa þeim til boða. Framleitt var myndband ásamt því að boðið var upp á málstofu fyrir starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja. Verkefnið er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytis og þeirra íslensku mannúðarsamtaka sem vinna að þróunarsamvinnu. Markmið þess er að vekja athygli á mikilvægi þróunarsamvinnu og baráttunni gegn fátækt og hungri í heiminum. Samkvæmt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er útrýming hungurs og fátæktar í öllum sínum birtingarmyndum brýnasta verkefnið á heimsvísu og er ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir sjálfbærri þróun.

Myndband og upptaka frá málstofu eru aðgengileg á Facebook síðu verkefnisins.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira