Heimsmarkmiðin í Kópavogi og atvinnulífið

Markaðsstofa Kópavogs
2. mars 2021

Markaðsstofa Kópavogs hefur sett af stað verkefni í samstarfi við Kópavogsbæ sem hvetur fyrirtæki og stofnanir í Kópavogi til að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Markaðsstofa Kópavogs hvetur fyrirtæki og stofnanir í Kópavogi til að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í stefnu sína og daglegan rekstur og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Með undirritun viljayfirlýsingar samþykkja aðilar að veita Markaðsstofunni upplýsingar um helstu markmið sín og árlegar árangursmælingar. Niðurstöður framvindumælinga verða skráðar í sameiginlegan gagnagrunn. Samantekt á upplýsingum verða opinberar til að upplýsa um árangur heildarinnar en upplýsingar um einstaka þátttakendur verða ekki birtar. Rekstraraðilar eru hvattir til að máta heimsmarkmiðin við sinn rekstur og velja þau markmið sem best passa eigin starfsemi. Markaðsstofan mælir þó með því að þau heimsmarkmið sem valin hafa verið til skráningar í sameiginlegum gagnagrunni verði höfð í forgangi. Markmiðin voru valin með aðstoð rýnihóps aðildarfélaga Markaðsstofunnar og eru þau heimsmarkmið sem helst tengjast daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana og hægt er að hafa áhrif á

Markmið verkefnis

Markmiðið er að allir vinni saman að því að bæta umhverfið og samfélagið og gera Kópavog, Ísland og heiminn allan að betri stað til að búa og starfa í.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Horft er til þess að hvetja fyrirtæki til þátttöku næstu fimm árin.

Mældur árangur

Fjöldi fyrirtækja sem skrifa undir viljayfirlýsingu og taka þátt í verkefninu.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira