Rannsókn á hleðslu rafbíla. Uppbygging innviða fyrir rafbíla á Íslandi.

Fyrirtækja logo Samorka
Samorka
16. mars 2020

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, og nokkur aðildarfyrirtæki þeirra, standa fyrir nýrri rannsókn á fyrirkomulagi hleðslu raf- og tengiltvinnbíla á Íslandi.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, stendur fyrir rannsókn um raf- og tengiltvinnbíla ásamt nokkrum af aðildarfyrirtækjum sínum. Þau eru Landsvirkjun, Landsnet, ON, Veitur, Rarik, HS Veitur, HS Orka, Norðurorka, Orkubú Vestfjarðar, Fallorka og Orkusalan. Rannsókn sem þessi hefur ekki verið framkvæmd hérlendis áður. Með aukinni rafbílavæðingu og orkuskiptum í samgöngum þarf að tryggja að innviðir raforkukerfis á Íslandi séu undirbúnir fyrir aukið álag sem fylgir í kjölfarið. Niðurstöður rannsóknarinnar mun gefa mikilvægar upplýsingar um áhrif rafbíla á raforkukerfið, hvernig fyrirkomulagi á hleðslu þeirra er háttað og þar með á ákvarðanir um uppbyggingu innviða, svo rafbílaeigendur fái sem besta þjónustu um leið og þeim fjölgar.

Markmið verkefnis

Markmið rannsóknar er að afla vitneskju um hvar og hvenær raf- og tengiltvinnbílar eru hlaðnir í þeim tilgangi að geta spáð fyrir um áhrif þessara bíla á raforkukerfið. Með auknum fjölda rafbíla á götunum eru raungögn um hleðsluhegðun nauðsynleg til þess að hægt sé að tryggja að innviðir séu örugglega í stakk búnir til þess að mæta orkuskiptum í samgöngum.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Þrátt fyrir að innviðir orku- og veitugeirans séu víða öflugir og almennt í stakk búnir til að mæta nýjum orkuskiptum er mikilvægt að afla sem ítarlegustu upplýsinga fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Niðurstöður rannsóknarinnar munu nýtast við að spá fyrir um framtíðarnotkun og álag á einstökum stöðum í raforkudreifikerfinu. Niðurstöðurnar geta þannig veitt upplýsingar um hvort og hvað þarf að gera til að bæta innviði orku-, flutnings- og veitukerfa til þess að mæta orkuskiptunum og veita rafbílaeigendum áfram sem besta þjónustu. Þar að auki mun rannsóknin gefa áhugaverðar niðurstöður um aðstæður fyrir rafbíla hérlendis. Hægt verður t.d. að sjá hvernig eyðsla og orkuþörf rafbíla er eftir mismunandi aðstæðum, einkum breytingum á útihitastigi. Niðurstöður rannsóknarinnar munu liggja fyrir á árinu 2020 og verða kynntar opinberlega.

Mældur árangur

Hægt verður að endurtaka rannsóknina síðar og fylgjast þannig með þróun mála.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira