Áætlað kolefnisspor umbúða birt fyrir notendur

ÁTVR
21. október 2019

Til að veita viðskiptavinum og framleiðendum tækifæri á að taka ábyrga ákvörðun í vali á vöru hefur ÁTVR birt áætlað kolefnisspor umbúða á vöruspjaldi.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Það var ljóst að vörusafn Vínbúðanna skapar stærsta kolefnissporið. Því var ráðist í það með systurfyrirtækjum á Norðurlöndum, Alko í Finnlandi, Rúsdrekkasøla landsins í Færeyjum, Systembolaget í Svíþjóð og Vinmonopolet í Noregi árið 2014 að framkvæma lífsferilsgreiningu á vörusafninu. Framkvæmd var lífsferilsgreining og kom í ljós að stærsta kolefnissporið liggur í umbúðum. Umbúðir léttvíns skilja eftir sig allt að 45% af kolefnisspori vörunnar. Í kjölfarið var endurgerð lífsferilsgreining út frá mismunandi umbúðum og framkvæmdi finnska ráðgjafafyrirtækið Gaia greininguna. Þar kom fram að glerið skilur eftir sig stærsta kolefnissporið og þar skiptir þyng glersins verulegu máli. Ástæðan er m.a. að við framleiðsluna er almennt notuð „óhrein“ raforka og glerið er ekki endurnýtt. Umhverfisáhrif léttglers, 420 grömm eða léttari í 750 ml flöskum eru mun minni en hjá hefðbundnu glerumbúðunum. Vörur í léttgleri er hægt að finna í leitarvél undir nýju sjálfbæru merki.

Markmið verkefnis

Kolefnisspor umbúða er 7.000 tonn af CO2 á síðasta ári. Markmiðið er að ná kolefnissporinu niður í 4.500 tonn með því að hvetja framleiðendur til að minnka þyngd glers og velja sjálfbærari umbúðir. Fá viðskiptavini til að velja léttara gler og velja sjálfbærari umbúðir. Ávinningurinn er eins og bein CO2 mengun frá bifreiðum fyrirtækisins í 20 ár.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

2030

Mældur árangur

Kolefnisspor umbúða er reiknað árlega og árangur birtur í GRI sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Lækkun á kolefnisspori á einingu fór úr 317t CO2/milljón lítrar, niður í 315t CO2/milljón lítra á síðasta ári. Eða um tæpt eitt prósent. Frá því að verkefnið hófst hefur lækkunin verið 3%. Þekking neytenda og framleiðenda vöru hefur aukist og hraðari breytingar á umbúðum eiga eftir að verða á komandi árum.

Í framtíðinni mun kolefnisspor vöru verða á verðmiðum, því er ÁTVR stolt af því að vera með þeim fyrstu í heimi að birta þessar mikilvægu upplýsingar fyrir neytendur.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira