Heilsueflandi samfélag

Fyrirtækja logo Embætti landlæknis
Embætti landlæknis
24. júní 2019

Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er höfð í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Heilsueflandi samfélag (HSAM) er heildrænt starf sem Embætti landlæknis stýrir í samstarfi og samráði við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Sveitarfélög hafa sjálf frumkvæði að því að gerast HSAM. Bæjar-/sveitarstjóri undirritar samstarfssamning um að vinna markvisst að vellíðan allra íbúa og umgjörð starfsins er fest í sessi með stýrihópi og tengilið. Markvisst lýðheilsustarf felur í sér notkun lýðheilsuvísa, gátlista og annarra gagna til að meta stöðuna og forgangsraða í samræmi við þarfir hvers samfélags. Unnið er með áhrifaþætti heilbrigðis og vellíðanar, s.s. félags-, efnahags- og menningarlegar aðstæður, manngert og náttúrulegt umhverfi til að stuðla að vellíðan allra. Árangursrík innleiðing HSAM ætti þannig að fela í sér vinnu með öll 17 heimsmarkmiðin og styrkja allar þrjár grunnstoðir sjálfbærni. Starf Heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla og Heilsueflandi vinnustaður eru mikilvægar stoðir í starfi HSAM. Í júní 2019 bjuggu 87% landsmanna í Heilsueflandi samfélagi.

Markmið verkefnis

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbriðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Er það samhljóma heimsmarkmiði 3, heilsa og vellíðan, og fellur vel að lykiláherslu heimsmarkmiðanna um að enginn sé skilinn eftir við innleiðingu þeirra.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Sjálbærni, með áherslu á starf og árangur til lengri tíma litið er eitt af leiðarljósum HSAM. Starfið er langhlaup og er í stöðugri endurskoðun og þróun.

Mældur árangur

Meðal annars er umgjörð starfsins metin og framvinda þess samkvæmt stöðu gátlista, lýðheilsuvísa o.fl.

Framvinda verkefnis

8. febrúar 2021

Í byrjun árs 2019 voru HSAM sveitarfélögin 23 talsins. Í febrúar 2021 eru þau 34 og í þeim búa um 93,5% allra landsmanna. Tenging við heimsmarkmiðin kemur nú fram í öllu starfi HSAM s.s. í samstarfssamingum og við alla kynningu. Í gátlistum HSAM eru sérstök viðmið fyrir heimsmarkmiðin og unnið er að því að klára tengingu heimsmarkmiðanna við hvert viðmið gátlistanna inn í vefkerfinu Heilsueflandi sem þróað hefur verið fyrir starfið. Sveitarfélögin meta þannig ekki aðeins framvindu sína m.t.t. innleiðingar HSAM heldur einnig, samhliða, m.t.t. innleiðingar heimsmarkmiðanna. 

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira