Snjallmælavæðing hjá RARIK

Fyrirtækja logo RARIK
RARIK
15. júní 2020

Orkumælum í dreifikerfi RARIK verður skipt út fyrir snjallmæla sem skila upplýsingum um notkun til miðlægrar safnstöðvar RARIK.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

RARIK rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi ásamt því að reka hita- og fjarvarmaveitur á fimm stöðum á landinu. Dreifikerfið er í stöðugri endurnýjun og á næstu 6 árum verður orkumælum í dreifikerfi RARIK um allt land, bæði raforkumælum og hitaorkumælum, skipt út fyrir snjallmæla. Nýju snjallmælarnir eru með samskiptabúnaði sem skilar upplýsingum um notkun til miðlægrar safnstöðvar RARIK. Heimsóknir á vegum fyrirtækisins til að lesa á mæla viðskiptavina munu leggjast af en ætla má að álesarar RARIK hafi ekið u.þ.b. 60 – 100 þ. km á ári til þess að ná í lögbundna álestra. Snjallmælavæðingin mun því draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem svarar a.m.k. 8,6 tonnum af koldíoxíð á ári. Með nýju orkumælunum munu reikningar byggja á upplýsingum um raunverulega notkun hvers mánaðar í stað áætlunar og uppgjörsreiknings í kjölfar álesturs. Viðskiptavinir geta því fylgst betur með orkunotkun sinni, gripið fyrr inn í ef notkunin þykir óeðlileg og dregið þannig úr óþarfa orkunotkun.

Markmið verkefnis

Markmið verkefnisins er að taka upp nútímalegri aðferð við álestur og þar með bæta þjónustu við viðskiptavini. Þeir geta fylgst betur með orkunotkun sinni og gripið fyrr inn í ef orkunotkun er óeðlileg og þar með dregið úr orkusóun. Einnig er dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að minnka akstur hjá starfsfólki RARIK.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Á næstu 6 árum verður skipt út um 35 þúsundum orkumælum fyrir nýja snjallmæla.

Mældur árangur

Árangur verður mældur í fjölda mæla sem skipt er út.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira