Starfsáætlun Landspítala í umhverfismálum 2018-2020

Fyrirtækja logo Landspítali
Landspítali
24. júní 2019

Starfsáætlun umhverfismála sýnir brýnustu verkefnin sem unnið verður að á komandi árum og taka mið af heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Starfsáætlun umhverfismála Landspítalans byggir á framtíðarsýn um að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og að hafa samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi við ákvörðunartöku og í daglegu starfi. Með henni skal stuðlað að heilsubætandi umhverfi, bættri auðlindanýtingu þar sem unnið er gegn sóun og unnið að loftslagsúrbótum fyrir betri framtíð. Starfsáætluninni er fylgt eftir, unnið er að vel skilgreindum lykilverkefnum og haldið grænt bókhald með lykiltölum sem tengjast verkefnunum. Upplýsingar eru birtar árlega. Verkefnin eru fjölbreytt; stór og smá, tæknilegar úrlausnir sem og virkjun starfsmanna. Spítalinn leggur áherslu á alþjóðlegt samstarf þar sem unnið er með öðrum spítölum um lausnir og þar sem reynslu er deilt, þannig er framþróun markmiðanna flýtt.

Markmið verkefnis

Yfirmarkmiðin eru 9 ásamt rúmlega 30 verkefnum sem snúa að skýru verklagi fyrir hættulegan úrgang, ábyrgri meðferð lyfja, umhverfisvænum byggingum, flokkun úrgangs, vistvænum innkaupum, orkunotkun, miðlun upplýsinga, vistvænum ferðamátum og svæfingagösum.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Í starfsáætlun eru um 30 verkefni sem hvert hafa sitt markmið. Sum verkefnanna ná yfir lengri tíma.

Mældur árangur

Árlega eru teknar saman tölur um grænt bókhald spítalans og birtur árangur á ytri vef.

Framvinda verkefnis

10. janúar 2023

Ný loftslagsmarkmið og starfsáætlun umhverfismála er á lokaspretti og munu gilda til ársins 2023.

 

 1. febrúar 2021

Í lok árs 2020 er staða 38 verkefna starfsáætlunar Landspítala í umhverfismálum þannig: 23 er lokið, 10 í vinnslu og 5 ekki hafin. Frábær árangur hefur náðst af verkefnunum og sýna bráðabirgðatölur að markmið um 40% samdráttur í kolefnisspori spítalans í lok árs 2020 eða um 1900 tonn CO2 sem jafngildir ársakstri um 800 bíla. Þakka má innleiðingu þessara verkefna að markmiðin náist. Fyrir þetta hlaut spítalinn Loftslagsviðurkenningu 2020 Reykjavíkurborgar og Festu og Climate Challenge Award frá Health Care without Harm. Mörg verkefnanna halda áfram t.d. er fræðslu aldrei lokið né né vistvænum innkaupum. Áfram verður haldið, ný markmið sett og starfsáætlun á árinu 2021. 

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira