Nýtt hæðarlíkan af Íslandi

Fyrirtækja logo Landmælingar Íslands
Landmælingar Íslands
30. mars 2020

Nýtt hæðarlíkan af Íslandi með 2x2 m upplausn, staðsetninganákvæmni upp á 3 m og hæðarnákvæmni upp á 1 m. Líkanið er opið öllum og gjaldfrjálst. http://atlas.lmi.is/dem

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Landmælingar Íslands í samvinnu við Veðurstofu Íslands og PGC við háskólann í Minnisota í USA hafa útbúið nýtt hæðarlíkan af Íslandi með 2x2 m upplausn, staðsetninganákvæmni upp á 3 m og hæðarnákvæmni upp á 1 m. Líkanið er opið öllum og gjaldfrjálst og má skoða á slóðinni http://atlas.lmi.is/dem. Gögnin nýtast til skipulags, rannsóknar og til nýsköpunar og eru gögnin þegar komin í notkun við mat á náttúru landsins bæði vegna ofanflóða en einnig við mat á bráðnun jökla vegna loftslagsbreytinga. Með tilkomu hæðarlíkansins gefst öllum sem vilja kostur á að nýta sameiginleg grunn gögn en fram til þessa hafa aðeins verið til 10x10 m hæðarlíkan sem hefur verið gjaldfrjálst og öllum opið. Samvinna milli stofnana á Íslandi varð að samnýtingu hugvits sem ól af sér nýja aðferðarfræði sem nýtast mun hjá PGC til að auka gæði gagna af norðurslóðum og öllum heiminum í framhaldi.

Markmið verkefnis

Markmið verkefnisins var að auka gæði grunngagna ríkisins sem miðlað er gjaldfrjálst en fram til þessa var aðeins gjaldfrjálst aðgengi að gögnum sem voru allt frá árunum um 1950 og voru ónákvæm. Ætlunin með þessum nýju gögnum var að auka aðgengi að nákvæmum gögnum og þar með auka jöfnuð til nýsköpunar og rannsókna meðal hins opinbera og almennings.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Gert er ráð fyrir að nákvæmni í verkefninu aukist eftir því sem Bandaríkin (PGC) gefa meira aðgengi að gjaldfrjálsum gögnum. Með því aðgengi verður hægt að uppfæra hæðarlíkani sem nú er í útgáfu v0. Gert er ráð fyrir að markmiðinu með ásættanlegu hæðarlíkani verði náð á árinu 2021. ;

Mældur árangur

Með mælingum á notkun gagnanna á tölvuþjónum og með könnun á notkun gagna í verkefnum og nýsköpun.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira