Stefna Reykjanesbæjar

Fyrirtækja logo Reykjanesbær
Reykjanesbær
31. mars 2020

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru hluti af nýrri stefnu Reykjanesbæjar sem samþykkt var af bæjarstjórn haustið 2019.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Heildarstefna Reykjanesbæjar, sem ber yfirheitið „Í krafti fjölbreytileikans“, hefur tengt 12 Heimsmarkmið við stefnuáherslur sínar. Ásamt stefnunni er Heimsmarkmiðunum ætlað að varða leiðina í átta að framtíðarsýninni og hafa áhrif á starfsáætlanir og verkefnaval starfsmanna til ársins 2030. Stefnan hefur fengið yfirheitið „Í krafti fjölbreytileikans“ sem er vísun í mikilvægi þess að virkja þann fjölbreytta mannauð sem myndar ört stækkandi samfélag. Stefnan samanstendur af framtíðarsýn, sex stefnuáherslum og þremur gildum. Heimsmarkmiðin eru síðan tengd hverri stefnuáherslu en þær eru; börnin mikilvægust, vellíðan íbúa, vistvænt samfélag, fjölbreytt störf, kraftur fjölbreytileikans og skilvirk þjónusta. Frá samþykkt bæjarstjórnar hefur verið unnið að kynningu á nýju stefnunni og Heimsmarkmiðunum fyrir starfsmönnum Reykjanesbæjar. Formleg innleiðing á stefnunni hófst síðan í ársbyrjun 2020. Miðað var við að starfsáætlanir ársins 2020 tækju mið af nýrri stefnu og Heimsmarkmiðunum.

Markmið verkefnis

Markmiðið með nýrri stefnu var að setja niður skýra sýn fyrir sveitarfélagið í heild að teknu tilliti til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fyrri stefna var að renna sitt skeið og þörf á að stilla saman strengi og setja niður ný markmið og stefnu til næstu ára.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Líkt og Heimsmarkmiðin gildir stefna Reykjanesbæjar til ársins 2030. Fram til þess tíma verður mikilvægt að halda bæði stefnunni og Heimsmarkmiðunum á lofti til að tryggja að tekið verði mið af þeim í starfsemi sveitarfélagsins. Unnið verður með minni áfangasigra og stærri verkefni sem tengjast stefnuáherslunum til tveggja ára í senn. Fyrstu stóru verkefnunum á að vera lokið fyrir árslok 2021 en þá munu ný markmið og verkefni taka við.

Mældur árangur

Stærri markmið eru með tveggja ára viðmið en einnig er unnið til skemmri tíma eins og smærri verkefni sem eru skilgreind í starfsáætlunum.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira