Aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum

Fyrirtækja logo RARIK ohf.
RARIK ohf.
16. september 2021

RARIK hefur gert aðgerðaráætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni. Markmiðið er að helminga losun fyrir árið 2030 miðað við losun ársins 2019.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Stefna RARIK er að vera traust og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem er til fyrirmyndar í umhverfismálum. Gerð hefur verið aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til að minnka markvisst losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfseminni og draga úr þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. Með því leggur fyrirtækið sitt af mörkum til að ná sameiginlegum markmiðum Parísarsamkomulagsins. Við skilgreiningu á kolefnisspori RARIK er notast við Greenhouse Gas Protocol staðalinn (GGP) og áhersla lögð á að draga úr beinni losun GHL í áföngum með uppbyggingu innviða og orkuskiptum. Það sem út af stendur er kolefnisjafnað með kaupum á kolefniseiningum þannig að fyrirtækið teljist kolefnishlutlaust. Upplýsingar um árangur aðgerða eru reglulega kynntar stjórn og framkvæmdaráði, sem jafnframt samþykkja breytingar sem þarf til að áætlaður árangur náist. Aðgerðaáætlun RARIK í loftlagsmálum er endurskoðuð og endurútgefin árlega og má nálgast á vefsíðu RARIK.

Markmið verkefnis

RARIK hefur sett það markmið að helminga kolefnisspor sitt fyrir árið 2030, miðað við viðmiðunarlosun ársins 2019 í umfangi 1 skv. GGP. Með öðrum orðum að losun fari úr 2.348 tCO2e í 1.103 tCO2e árið 2030 og að árið 2025 hafi þegar orðið 35% samdráttur í losun. Jafnframt að kolefnisjafna alla beina losun í umfangi 1 frá og með árinu 2020.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Árið 2025 samdráttur í kolefnislosun upp á 35% miðað við viðmiðunarlosun ársins 2019;Árið 2030 helmingun á kolefnislosun miðað við viðmiðunarlosun ársins 2019

Mældur árangur

Haldið er utan um árlega kolefnislosun RARIK í tonnum af CO2e og upplýsingar birtar í ársskýrslu RARIK og á vefsíðu fyrirtækisins.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira