Framkvæmdaáætlun um launajafnrétti

Orkuveita Reykjavíkur
9. ágúst 2019

Á árinu 2017 tók OR í notkun nýtt líkan sem greinir áhrif hverrar einustu launaákvörðunar á kynbundinn launamun.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Orkuveita Reykjavíkur leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna. OR er aðili að Jafnréttissáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á árinu 2017 tók OR í notkun nýtt líkan sem greinir áhrif hverrar einustu launaákvörðunar á kynbundinn launamun. Með því átti fyrirtækið auðveldara með að útrýma kynbundnum launamun, sem tókst í árslok 2017. Jafnlaunakerfi OR hlaut jafnlaunavottun á árinu 2018. Með þeirri vottun er staðfest að þau sjónarmið sem OR leggur til grundvallar við ákvörðun launa og þær ákvarðanir sem hafa verið teknar á grundvelli líkansins uppfylla ákvæði laga nr. 56/2017 um jafnlaunavottun og mismuni starfsfólki ekki á grundvelli kyns þess.

Markmið verkefnis

Fyrirtækið skal greiða konum og körlum jöfn laun og veita þeim sömu kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Ef launamunur mælist undir 1% er eru launin álitin jöfn. Ráðið skal í öll störf innan fyrirtækisins óháð kyni og skulu störfin auglýst með hliðsjón af því. Unnið skal markvisst að því að auka fjölbreytni og jafna kynjahlutfall í starfshópum (svið og einingar).

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Á árinu 2017 tók OR í notkun nýtt líkan sem greinir áhrif hverrar einustu launaákvörðunar á kynbundinn launamun. Með því átti fyrirtækið auðveldara með að útrýma kynbundnum launamun, sem tókst í árslok 2017. ;Unnið markvisst að því að breyta staðalímyndum kynja og minnihlutahópa í kynningarefni og auglýsingum frá fyrirtækinu. Einnig unnið markvisst að því að starfsfólk af báðum kynjum komi fram fyrir hönd OR á opinberum vettvangi. Verkefni jafnréttisnefndar 2019-2020 fyrir þennan málaflokk verður stuðla að því að þýða efni OR á ensku og gera aðgengi að skjölum OR auðveldara fyrir fólk af erlendum uppruna. Öll starfsheiti innan OR skulu yfirfarin með kynjahlutleysi að markmiði.

Mældur árangur

Jöfn laun eru staðfest með notkun jafnlaunakerfis. Komi fram óútskýrður launamunur kynja skal grípa til viðeigandi aðgerða.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Leiðréttur kynbundinn launamunur hefur haldist inn við 1% frá hausti 2017. Upphaflegt verkefni fól í sér notkun og áframhaldandi þróun mælitækis til að viðhalda þeim árangri sem hafði náðst 2017.  Verklagi hefur verið fylgt sem tryggir að náðst hefur árangur með að viðhalda leiðréttum launamun á hverjum tíma þannig að laun séu jöfn.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira