Strengvæðing rafmagns

Fyrirtækja logo RARIK
RARIK
31. október 2019

Rafmagnsloftlínum í dreifbýli er skipt út fyrir þriggja fasa jarðstreng til að auka raforkuöryggi til viðskiptavina og draga úr sjónrænum áhrifum dreifikerfisins.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

RARIK rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi. Frá árinu 1991 hafa loftlínur RARIK horfið markvisst og í staðinn komið jarðstrengir sem aukið hafa rekstraröryggi dreifikerfisins og dregið úr sjónrænum áhrifum þess. Við lagningu jarðstrengja er leitast við að lágmarka jarðrask og neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna eftir því sem kostur er. Með því að strengvæða raforkukerfið þá eykst öryggi kerfisins til langtíma. Viðhaldsþörf minnkar sem dregur úr losun gróðurhúsaloftstegunda og ágangi á umhverfið við akstur og þjónustu línukerfisins. Með auknu afhendingaröryggi er jafnframt dregið úr þörf á að keyra dísilknúnar varaaflsstöðvar. Öruggt og öflugt raforkukerfi er ein af undirstoðum sjálfbærs samfélags. Styrking raforkukerfisins auðveldar atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og gerir iðnað sem fyrir er umhverfisvænni, til dæmis hafa fiskvinnslur getað skipt úr olíu yfir í rafmagn, sem hefur dregið úr árlegri losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur á þriðja tug þúsunda fólksbíla.

Markmið verkefnis

Markmið verkefnisins er að efla raforkukerfið og auka raforkuöryggi í dreifbýli ásamt því að draga úr truflunum á dreifikerfinu vegna veðurs og áflugs fugla.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Endurnýjun raforkukerfisins hefur verið skipt í þrjá áfanga:;1. Í fyrsta áfanga eru línur byggðar árið 1965 og fyrr. Þessar línur lágu um þéttbýlustu sveitir landsins. Miðað er við að þessum fyrsta áfanga ljúki 2020.;2. Í öðrum áfanga eru línur byggðar á árunum 1966 – 1970. Á þessum árum var lögð áhersla á að rafvæða strjálbýl svæði á sem hagkvæmastan hátt og tengja við dreifikerfið. Miðað er við að þessum áfanga ljúki árið 2025.;3. Í þriðja áfanga eru línur byggðar eftir 1970. Þetta eru m.a. línur sem voru lagðar um strjálbýlustu svæðin og til mannvirkja sem voru mjög fjarri dreifikerfinu. Áætlað er að þessi áfangi hefjist 2026 og ljúki 2035.

Mældur árangur

Loftlínur sem eru teknar niður og jarðstrengir sem lagðir eru í staðin eru mæld í kílómetrum.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Verkefnið er á áætlun. Háspennt dreifikerfi RARIK er rúmlega 9.300 km. Í árslok 2018 var um 62% af háspennudreifikerfi raforku  komið í jarðstrengi. Í árslok 2019 var hlutfallið komið í 65% og í árslok 2020 var um 68% af háspennudreifikerfi RARIK í þriggja fasa jarðstrengjum.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira