Stefna Flóahrepps

Fyrirtækja logo Flóahreppur
Flóahreppur
11. nóvember 2020

Stefna og framtíðarsýn sveitarfélagsins Flóahrepps er mótuð með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Í lok ársins 2019 ákvað sveitarstjórn Flóahrepps að hefja stefnumótun til næstu ára hjá sveitarfélaginu og móta framtíðarsýn, hlutverk, gildi og nýja samfélagsstefnu. Tilgangurinn var að innleiða sjálfbæra þróun í sveitarfélaginu og auka umhverfisvitund og jafnframt líðan íbúa svæðisins. Í stefnunni er tekið mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Niðurstaðan er vinna íbúa og stjórnenda að nýrri framtíðarsýn, hlutverkum og gildum. Gildin sem íbúar völdu eru sjálfbærni, framsækni og samvinna. Stefnuáherslur sveitarfélagsins skiptast í fjóra flokka; framsækið atvinnulíf, öflugt heilsueflandi samfélag, virkt íbúalýðræði og sjálfbært samfélag.

Markmið verkefnis

Markmið verkefnisins er að móta nýja stefnu sem varði leið sveitarfélagsins í átt að sjálfbærri framtíð þar sem heimsmarkmiðin verði leiðarljósið í sjálfbærri þróun í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að auka umhverfisvitund og leggja áherslu á líðan mannauðs í sveitarfélaginu.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Áætlunin tekur mið af gildistíma heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna en stefnan gildir frá 2020-2030. Unnið verður í undirstefnum og hefur vinna þegar hafist við að móta skólastefnu í sama anda.

Mældur árangur

Stefnuáherslurnar setja markmið í hverjum flokki og fjalla jafnframt um leiðir að markmiðum. Fyrstu mælingar hefjast á næsta ári.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira