Niðurdæling CO2 og H2S frá Nesjavallavirkjun

Fyrirtækja logo Carbfix ohf.
Carbfix ohf.
14. ágúst 2019

Carbfix leysir koldíoxíð og brennisteinsvetni upp í vatni og dælir niður djúpt í basaltberlög við Nesjavallavirkjun þar sem það breytist í varanlegar karbónat og súlfíð steindir.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Carbfix leysir koldíoxíð og brennisteinsvetni upp í vatni og dælir niður djúpt í basaltberlög við Nesjavallavirkjun þar sem það breytist í varanlegar karbónat og súlfíð steindir.

Markmið verkefnis

Að fanga og farga nær öllu CO2 og H2s í útblæstri Nesjavallavirkjunar.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Fyrir árið 2030.

Mældur árangur

Magn koldíoxíðs og brennisteinsvetni sem dælt er niður í berglög.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2023

Tilraunir hófust árið 2022 og mun föngun vera með nýrri færanlegri lofthreinsistöð sem eykur nýtni CO2 föngunar. Stöðin mun fanga 1000 tonn af CO2 árlega og um 500 tonn af H2S. Að tilraunum loknum verður ný stöð reist fyrir árið 2030 sem mun fanga og farga öllu CO2 og H2S í útblæstri Nesjavallavirkjunar.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira