Sulfix

Fyrirtækja logo Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur
14. ágúst 2019

Sulfix verkefnið spratt upp úr Carbfix nýsköpunarverkefninu og felur í sér að beita Carbfix tækninni til að leysa brennisteinsvetni upp í vatni og dæla því djúpt niður í basaltberglögin við Hellisheiðarvirkjun.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Sulfix aðferðin felur í sér að leysa brennisteinsvetni upp í vatni og dæla því djúpt niður í basaltberglögin við Hellisheiðarvirkjun. Tækniþróun innan Carbfix verkefnisins leiddi af sér föngun og bindingu H2S með þessum hætti sem aukaafurð en samfanga má CO2 og H2S með Carbfix tækninni. Í kjölfar niðurdælingar í basalt losna efni úr berginu sem bindast brennisteinsvetninu og mynda stöðuga steintegund, glópagull. Það er töluvert hagkvæmara að beita Carbfix tækninni með þessum hætti til að hreinsa H2S úr útblæstri jarðhitavirkjana en hefðbundnar iðnaðaraðferðir.

Markmið verkefnis

Helsta markmið verkefnisins er að stuðla að sjálfbærri nýtingu jarðhita; með sem allra minnsta losun brennisteinsvetnis (H2S) á sem hagkvæmastan hátt.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Nú er brennisteinsvetni hreinsað frá fjórum af sex aflvélum Hellisheiðarvirkjunar og unnið er að því að tengja þær tvær sem eftir standa við hreinsikerfið. Þegar því lýkur verður nánast allt brennisteinsvetni hreinsað frá Hellisheiðarvirkjun. Á árinu 2018 voru því um tveir þriðju hlutar alls brennisteinsvetnis í jarðgufunni sem í gegnum virkjunina fór bundinn sem grjót djúpt í jörðu með sama hætti og koltvíoxíðið. Þessa hafa sést skýr merki í loftgæðamælingum.

Mældur árangur

Magn H2S frá Hellisheiðarvirkjun sem dælt er niður í berggrunninn og bundið í jarðhitageyminum er mælt.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Um 75% af brennisteinsvetnislosun Hellisheiðarvirkjunar er nú hreinsuð úr útblæstri og dælt ofan í berglög þar sem súlfíið steindir myndast. Við lok ársins 2020 hafði alls tæplega 35 þúsund tonnum af H2S verið fargað frá virkjuninni.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira