Hreint vatn - alltaf

Fyrirtækja logo Veitur
Veitur
26. ágúst 2019

Veitur hafa gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja afhendingu á heilnæmu vatni til íbúa og fyrirtækja á starfssvæði sínu.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Til að vernda þá auðlind sem kalda vatnið er unnið að fjölda verkefna hjá Veitum. Í umhverfis- og auðlindastefnu OR samstæðunnar kemur fram að fyrirtækjunum er falin mikil ábyrgð á þeim auðlindum sem þau ráða fyrir. Ábyrgðin felst í því að vinna eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og þvíað tryggja sjálfbæra nýtingu, þannig að komandi kynslóðir búi við sömu tækifæri og núlifandi kynslóðir til að nýta auðlindirnar og að unnt sé að staðfesta að þannig sé að verki staðið. Fyrirtækin munu verja neysluvatnsauðlindina fyrir hættum og ágengni, vegna þeirrar ábyrgðar sem þeim er falin.

Markmið verkefnis

Nægt heilnæmt vatn handa öllum, núna og um langa framtíð, er markmið Veitna. Stærsta ábyrgð sem Veitur bera er að vernda vatnsbólin og nýta þau með sjálfbærum hætti.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Tíföldun fjölda vatnshæðarmæla í eftirlitsholum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins til að skilja betur áhrif vatnstöku á grunnvatnsstöðu og grunnvatnsstrauma. Uppsetningu mæla að mestu lokið sumarið 2019. Bætt verður við fimm mælum haustið 2019. Unnið verður úr gögnum árlega, niðurstöður birtar og m.a. nýttar í aukin skilning og árlega uppfærslu á grunnvatnslíkani.;Úttekt á vatnstökuholum á Gvendarbrunnasvæði í Heiðmörk vegna þess hversu útsettar þær eru fyrir örverumengun í hlákutíð og mat á mögulegum viðgerðum. Fyrirhuguð lok vorið 2020.;Greining á örverum í yfirborðsvatni, jarðvegi og grunnvatni til að skilja betur tengsl örverumengunar og umhverfisþátta. Fyrsta áfanga lýkur í desember 2018. Stefnt á birtingu niðurstaða í ritrýndu ISI vísindariti í framhaldi.;Tilraunir með nýja tækni til rauntímaeftirlits á örverumengun og neyslugæðum vatns. Fyrsta áfanga lýkur vorið 2019. Verkefninu haldið áfram árið 2020.;Gerð hæðar- og jarðlagalíkana til að skilja áhrif landslags og jarðlaga á grunnvatnsstrauma, yfirborðsvatn og vatnsvinnslu. Gerð hæðarlíkana lokið. Fyrstu greiningar á ferlum yfirborðsvatns lokið haustið 2019.;Mælingar á veðurþáttum ásamt hita og raka í jarðvegi til að skilja betur samhengi veðurs og örverumengunar. Uppsetning á veðurstöðvum fyrir jarðvegshitamælingar lauk vorið 2019. Að auki var komið fyrir auka síritandi jarðvegshitamælingum sumarið 2019. Uppsetning veðurstöðvar til að mæla alla veðurþætti fyrirhuguð vorið 2020.;Rannsóknir á örplasti í neysluvatni. Lýkur í október 2019.;Gerð nýs reiknilíkans til að herma útbreiðslu mengunar í grunnvatni við hugsanleg olíuslys. Fyrsta áfanga í þróun líkans lokið júní 2019. Niðurstöðum fyrstu líkankeyrsla verður skilað haustið 2019. Uppfærsla viðbragðsáætlana við mengunarslysum byggð á niðurstöðum unnin árið 2020. ;Forsöguleg gögn um skammtímabreytingar á grunnvatnshæð í Heiðmörk, flóðum í nærliggjandi ám og veðurfari í Reykjavík, notuð til að leggja mat á breytingar á tíðni og stærð hlákuatburða við breytt loftslag. Niðurstöður nýttar til að leggja mat á framtíðarhorfur hlákuatburða ef fyrirhugaðar loftlagsbreytingar ganga eftir. Lauk haust 2019. ;Veitur hafa undanfarin ár vakið athygli á mikilvægi vatnsverndar í umsögnum um skipulagsáætlanir á höfuðborgarsvæðinu.;Erindi til Borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem óskað er heimildar um stýrða lokun á vegum í Heiðmörk á veturna þegar færð er slæm, ástand vega bágborið og á næturnar.;Draga markvisst úr frístundabyggð á vatnsverndarsvæðinu með samningum við húseigendur.;Ný viðvörunarskilti sett upp á Heiðmerkurvegi, Bláfjallavegi og víðs vegar í Heiðmörk til að vekja athygli fólks á vatnsverndarsvæðinu og að hringja skuli í 112 verði slys.

Mældur árangur

Fjöldi örvera og efnasamsetning neysluvatns í vatnsveitum Veitna er kannað reglulega. Niðurstöður eru birtar í Ársskýrslu OR og á heimasíðu

Framvinda verkefnis

18. febrúar 2021

Verkefninu var skipt upp í fjölmörg minni verkefni sem öll miða að því að tryggja hreint vatn alltaf. Þau verkefni og þeim verkefnaáföngum sem var lagt upp með kláruðust að mestu. Verkefni og staða:

1) Úttekt á vatnstökuholum á Gvendarbrunnasvæði í Heiðmörk vegna þess hversu útsettar þær eru fyrir örverumengun í hlákutíð og mat á mögulegum viðgerðum. Rannsókn og úttekt lokið og unnið að úrbótum samkvæmt niðurstöðum árið 2021.

2) Greining á örverum í yfirborðsvatni, jarðvegi og grunnvatni til að skilja betur tengsl örverumengunar og umhverfisþátta. Verkefni lokið og niðurstöður birtar útgefinni skýrslu og ISI vísindagrein.

3) Tilraunir með nýja tækni til rauntímaeftirlits á örverumengun og neyslugæðum vatns. Öðrum áfanga verkefnisins lauk 2020. Þriðji áfangi verður árið 2021.

4) Mælingar á veðurþáttum ásamt hita og raka í jarðvegi til að skilja betur samhengi veðurs og örverumengunar. Verkþætti lokið. 

5) Rannsóknir á örplasti í neysluvatni. Lokið og niðurstöður birtar í útgefinni skýrslu.

6) Gerð nýs reiknilíkans til að herma útbreiðslu mengunar í grunnvatni við hugsanleg olíuslys. Lokið.

7) Forsöguleg gögn um skammtímabreytingar á grunnvatnshæð í Heiðmörk, flóðum í nærliggjandi ám og veðurfari í Reykjavík, notuð til að leggja mat á breytingar á tíðni og stærð hlákuatburða við breytt loftslag. Niðurstöður nýttar til að leggja mat á framtíðarhorfur hlákuatburða ef fyrirhugaðar loftlagsbreytingar ganga eftir. Lokið.

8) Veitur hafa undanfarin ár vakið athygli á mikilvægi vatnsverndar í umsögnum um framkvæmdir og skipulagsáætlanir á höfuðborgarsvæðinu. Lokið er umsögnum um tvöföldun Suðurlandsvegar, vegna Lyklafellslínu og athafnasvæðis á Hólmsheiði. 

9) Erindi til Borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem óskað er heimildar um stýrða lokun á vegum í Heiðmörk á veturna þegar færð er slæm, ástand vega bágborið og á næturnar. Erindi sent.

10) Draga markvisst úr frístundabyggð á vatnsverndarsvæðinu með samningum við húseigendur. Krefst stöðugrar eftirfylgni og verður framhaldið.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira