Fjölþætt árvekni- og verkefnavinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi

Fyrirtækja logo Golfsamband Íslands
Golfsamband Íslands
17. ágúst 2021

Tilgangurinn er að GSÍ búi til vettvang fyrir þá rúmlega 60 golfklúbba sem reknir eru á landsvísu og virki um leið rúmlega 20.000 félagsmenn/iðkendur til samfélagslegrar ábyrgðar. Þannig verður golfhreyfingin hreyfiafl til góðs, eða fjölþætt árvekni- og verkefnavinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Verkefnalýsing, tilgangur og markmið • Í stefnu GSÍ er miðað við að golfhreyfingin hafi frumkvæði að sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu auk þess sem hlutverk sambandsins er að hvetja félagsmenn til samfélagsábyrgðar og umhverfisvitundar, ásamt því að tryggja öllum gott og öruggt aðgengi að golfvöllum sínum. • Vinnustofur voru haldnar í vetur og voru þær fyrsta skrefið í fjölþættri árvekni- og verkefnavinnu sem miðar að því að golfklúbbar á Íslandi verði mikilvægt hreyfiafl sem aðstoðar við að ná markmiðum heimsmarkmiðanna fyrir árið 2030. • Stefna Golfsambandsins er til ársins 2027 en Heimsmarkmiðin ná til ársins 2030. Þannig mun margt ríma og styðja við hvort annað. Golfklúbbarnir hafa margir tekið umhverfisverndina og GEO vottunina föstum tökum, en Heimsmarkmiðin eru með breiðari skírskotun til samfélagslegrar ábyrgðar en það sem hreyfingin hefur horft til hingað til. • Hér má kynna sér GEO vottun golfvalla sem 4 af 62 golfvöllum á Íslandi hafa hlotið og samþykkt að taka þátt í.

Markmið verkefnis

Tilgangur er að GSÍ búi til vettvang fyrir þá rúmlega 60 golfklúbba sem reknir eru á landsvísu og virki þá rúmlega 20.000 félagsmenn/iðkendur samfélagslegrar ábyrgðar. Þannig verður golfhreyfingin hreyfiafl til góðs, eða fjölþætt árvekni- og verkefnavinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Verk er komið af stað og er unnið í ítarlegri tímalínu (sjá til 2022 í mynd). Forgangsröðun verkefna og verkfæra/mælikvarða er í vinnslu.

Mældur árangur

Verk er komið af stað og er unnið í ítarlegri tímalínu. Forgangsröðun verkefna og verkfæra/mælikvarða er í vinnslu.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira